Bjórflösku kastað í átt að lögreglumönnum við störf

5.Maí'08 | 15:01

Lögreglan,

Lögreglan hafði að vanda í mörg horn að líta í vikunni sem leið.  Nokkuð var um pústra og þá var flösku hent í lögreglubifreið fyrir utan veitingastaðinn Drífanda. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í vikunni sem leið og áttu þær sér báðar stað aðfaranótt 1. maí sl. á veitingastaðnum Drífanda.

Í fyrra tilvikinu var um að ræða ósætti milli tveggja manna sem endaði með því að annar sló hinn. Var ástæðan sú að sá sem sló taldi að hinn hafi móðgað hann.  Sá er varð fyrir högginu leitaði sér aðstoðar á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja en hann skarst í andliti.  

Í seinna tilvikinu var ekki um mikla áverka að ræða en þarna höfðu tveir menn lent í átökum og kom lögreglan á staðinn til að skakka leikinn.  Þegar verið var að fara með annan manninn inn í lögreglubifreiðina kastaði einhver af þeim sem voru að horfa á, bjórflösku sem lenti á lögreglubifreiðinni og litlu mátti muna að flaskan lenti á höfði annars lögreglumannanna sem þarna voru að störfum.  Einnig var hent glasi en það lenti nokkuð frá lögreglumönnunum.  Lögreglan lítur þetta atvik mjög alvarlegum augum og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hverjir hentu bjórflöskunni og glasinu beðnir um að hafa samband við lögreglu.  Það er mjög alvarlegt ef lögreglumenn geta ekki sinnt vinnu sinni án þess að eiga það á hættu að verða fyrir líkamstjóni.

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina og áttu þau sér bæði stað að Brimhólabraut 14 aðfaranótt 4. maí sl. Í öðru tilvikinu var um að ræða rúðubrot en í hinu var um skemmdir á bifreið að ræða. Engar upplýsingar er um hver eða hverjir þarna var að verki og óskar lögregla eftir að þeir sem einhverjar upplýsingar hafi um gerendur hafi samband.

Einn ökumaður var staðinn að meintum ölvunarakstri í vikunni og er þetta sjötti ökumaður ársins sem sem staðinn er að verki við þetta athæfi.  Á sama tíma í fyrra höfðu fimm ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.  Einn ökumaður var sektaður vegna vanrækslu á að hafa öryggisbeltið spennt í akstri.  Þá voru fimm eigendur ökutækja boðaðir til skoðunar með ökutæki sín.

 

 

 

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.