Frábært ár að baki hjá yngri flokkum körfuboltans í Vestmannaeyjum

3.Maí'08 | 05:51
Þann 1.maí síðastliðinn var haldið lokahóf fyrir yngri flokka körfuboltans í Vestmannaeyjum en körfuboltinn hefur náð miklum árangri í ár og greinilegt að yngriflokka starf körfuboltans er að skila sér.

Minnibolti 11.ára var t.d. í 2.sæti Íslandsmótsins í sínum aldursflokkur og var í rauninni hársbreidd frá sjálfum titlinum. Nokkrir ungir og efnilegir körfuboltastrákar hafa verið valdið í æfingahópa yngri landsliða og er Alexendar Jarl í lokahópi síns landsliðs sem keppir í Danmörku í sumar.

Einn leikmaður minniboltans náði þeim frábæra árangri í vetur að skora 351 stig í 16 leikjum var það Aron Valtýsson sem náði þeim frábæra árangri. Það gera  um 22 stig að meðaltali í leik og væri leikmenn í NBA ánægðir með það meðaltal. Þarna er strákur sem á eftir að ná langt í framtíðinni og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi framþróun körfuboltans í Vestmannaeyjum næstu árin.

Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningar á lokahófinu:

10.flokkur
Besti leikmaður : Kristján Tómasson
Mestu framfarir : Heiðar Smári Ingimarsson
Besti varnarmaður : Ólafur Sigurðsson
Besta vítanýting : Teitur Guðbjörnsson
Besta ástundun : Teitur Guðbjörnsson
Besti félaginn : Hjálmar Júlíusson

9.flokkur
Besti leikmaður :  Alexander Jarl Þorsteinsson
Mestu framfarir : Gunnlaugur Guðjónsson
Besti varnarmaður : Hlynur Andrésson
Besta vítanýting : Alexander Jarl Þorsteinsson
Besta ástundun : Alexander Jarl Þorsteinsson
Besti félaginn : Daði Hauksson

8.flokkur
Besti leikmaður : Tómas Orri Tómasson
Mestu framfarir : Árni Óðinsson
Besti Varnarmaður : Jóhann Ingi Þórðarson
Besta vítanýting : Halldór Páll Geirsson
Besta ástundun : : Tómas Orri Tómasson
Besti félaginn : Jón Þór Guðjónsson

Minnibolti 11 ára
Besti leikmaður : Aron Valtýsson
Mestu framfarir : Sigurður Grétar Benonýsson
Besti varnarmaður : Hafsteinn Gísli Valdimarsson
Besta vítanýting : Aron Valtýsson
Besta ástundun : Kristberg Gunnarsson
Besti félaginn : Valtýr S. Birgisson

Minnibolti 10 ára og yngri
Besti leikmaður : Devon Már Griffin
Mestu framfarir : Daníel Örn Griffin
Besti Varnarmaður : Daníel Örn Griffin
Besta vítanýting : Arnar Geir Gíslason
Besta ástundun : Ólafur Ágúst Guðlaugsson
Besti félaginn : Ársæll Ingi Guðjónsson

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is