1.maí 1921 stofndagur Knattspyrnufélagsins Týs

1.Maí'08 | 07:35

Týr

„Já, aðdragandinn að stofnun Týs var sú að árið 1920 voru bæði Þór og KV illa stödd fjárhagslega. Við strákarnir fengum tuðrum með hangandi hendi til að spila með og þegar þeir eldri gáfu sér tíma til æfinga voru boltarnir teknir af okkur".
Svona lýsir Páll Scheving aðdraganda þess að Knattspyrnufélagið Týr var stofnað árið 1921
Í tilefni þess að í dag er stofndagur Knattspyrnufélagsins Týs þá birtum við nokkur brot úr sögur Knattspyrnufélagsins hér á eyjar.net

„Já, alltaf sami Týrarinn og ég álít að Týr og Þór séu bræður og nauðsynlegir hvorir öðrum. Ég segi ekki upp með Tý og niður með Þór. Upp með Þór, ofar með Tý hrópuðum við einu sinni inni í miðjum hóp Þórara á kappleik, svo að þeir urðu orðlausir um hríð, en það er einmitt með þessu hugarfari sem menn þyrftu að ganga til leiksins. Hvor verður að vega annan upp til þess að halda taktinum og spennunni sem er nauðsynleg í leiknum." Svona lýsir Páll Scheving keppnisandanum milli Þórs og Týs

„Spyrnur hans eru mjög öruggar og þegar hann hefur fengið aukna sjón fyrir sendingum og uppbyggjandi sóknarleik er ekki ólíklegt, að þarna eigi landslið vort framtíðarmiðframvörð. En því aðeins að landsliðsnefndin komi auga á hann, þótt hann sé höfði hærri öðrum leikbræðrum sínum." Svona lýsir Alþýðublaðið Viktori Helgasyni eftir leik á móti Valsmönnum 1963

„Maðurinn sem ég elska mest í dag er Kári bróðir hann lagði upp þessi mörk mín í leiknum", sagði Sigurlás Þorleifsson markaskorarinn mikli frá Vestmannaeyjum eftir bikarleikinn í gær. „Ég skal viðurkenna að ég var ekki alveg eins hrifinn af honum í fyrri hálfleiknum, þá hundskammaði ég hann allan tímann fyrir að gefa ekki boltann. Við bræðurnir rífumst mikið inn á vellinum, en það ristir ekki djúpt - þetta er bara vani..."  Svona lýsir Sigurlás Þorleifsson ást sinni á Kára yngri bróðir sínum eftir að þeir bræður voru saman í framlínu ÍBV í bikarúrslitaleik á móti Fram 1981

Hægt er að lesa sögu Knattspyrnufélagsins Týs í heild sinni hér

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.