Þinghelgi verndar ekki Árna

29.Apríl'08 | 06:27

arni

„Við erum að vinna að kærunni og hún kemur mjög fljótlega," segir Karl Axelsson hæstaréttar-lögmaður. Karl er lögmaður Gunnars Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra,  sem lýsti því yfir að hann ætli að kæra Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrir ærumeiðandi ummæli um sig sem opinberan starfsmann í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag.

„Fyrir hæfan og heiðarlegan embættismann eins og hann er alveg óhæft að hægt sé að hrauna yfir
hann og mannorð hans með þess um hætti," segir Karl um umbjóðanda sinn.

Stendur við allt
Í greininni gagnrýnir Árni bæði Gunnar og Sturlu Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrir
framgöngu þeirra í tengslum við úttekt á bættum samgöngum til Vestmannaeyja. Hann segir að ráðherrann hafi beitt Gunnari til þess að úttektarnefndin kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann vildi,
það er ferjuhöfn á Bakkafjöru en ekki jarðgöngum.

„Þetta er kjánalegt," segir Árni aðspurður um kæruna. „Ég hef sagt hluti mjög vægt sem mér finnst ástæða til að gagnrýna. Það stendur allt sem fram kemur í greininni," bætir hann við.

Þinghelgi á ekki við
Í 2. mgr. 49. grein stjórnarskrárinnar segir að ekki sé hægt að lögsækja þingmenn fyrir ummæli sín
á Alþingi nema með leyfi Alþingis. „Þetta ákvæði gildir ekki um þau ummæli sem þeir viðhafa utan
þingsins," segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.