Tekinn á 107 km/klst á Höfðaveginum

29.Apríl'08 | 11:51

Lögreglan,

Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa viku. Þar ber helst að um sl. helgi fór fram flugslysaæfing. Töluverður undirbúningur var fyrir hana. Lögreglumenn sátu hin ýmsu fræðsluerindi fyrir hana, þar var meðal annars fræðsla um fjarskipamál, greiningu slasaða ofl.

Samdóma álit er að æfingin hafi tekist vel og muni nýtast viðbragðsaðilum í hverskonar vá sem upp gæti komið hér í Eyjum. Sérstök ástæða er að þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari æfingu og þá sérstaklega þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt. 

Af umferðarmálum er það að frétta að undir morgun sunnudagsins 20. apríl sl. var tilkynnt til lögreglunnar um bílveltu á gatanamótum Heimagötu og Vestmannabrautar. Ökumaður var ekki á staðnum þegar lögreglan kom en vitni gátu bent á ökumann. Hann fannst síðan á  heimili sínu og var færður á lögreglustöð. Hann neitaði í fyrstu að hafa ekið bifreiðinni en síðar um daginn viðurkenndi hann að hafa ekið bifreiðinni og verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Einnig að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi.
Af öðrum umferðarmálum er að að frétta að þrír voru kærðir vegna vangoldinna trygginga. Einn  fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt. Þá var aðili kærður fyrir að aka á 107 km/klst. á Höfðavegi. Hann á von á 30.000.-kr. sekt. Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar þessa viku.

Um helgina hafði lögreglan afskipti af unglingapartýi þar sem stúlkur á 15 ári voru undir áhrifum áfengis. Foreldrar þeirra voru látnir vita og málið tilkynnt til félagsmálayfirvalda.

Þá var hér til rannsóknar landhelgisbrot en norskur fikisbátur var staðinn af ólöglegum veiðum sl. sunnudag.

Lögreglan vill hvetja ökumenn að skipta yfir á sumardekk en fljótlega verður farið að beita sektum á þá sem ekki eru búnir að taka nagladekkin undan. Einnig ráðlegging til foreldra barna að hvetja börnin að nota öryggishjálma á reiðhjólum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%