Sitt sýnist hverjum um ummæli Árna Johnsen

27.Apríl'08 | 07:21

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

Á vef Morgunblaðsins www.mbl.is má lesa skoðanir bloggara á kæru Gunnars Gunnarsonar, aðstoðarvegamálastjóra á ummælum Árna Johnsen um Gunnar í Morgunblaðsgrein í gærmorgun.

Bloggarar hafa skoðun á þessu máli eins og flestu öðru og eru margir ekkert sérstaklega að skafa af hlutunum og birtum við nokkur skrif hér að neðan:

Árni á í raun ekkert að vera á þingi
Einu sinni þjófur alltaf þjófur.
Mér er slétt sama þó vinir hans, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og forseti hæstaréttar hafi þurkað út syndir þessa manns í fjarveru forseta íslands því Árni verður alltaf þjófur í mínum huga og vestmannaeyingar fífl fyrir að kjósa þetta á þing.  Sýnir bara siðferðisvitund fólks.
Árni ætti stundum að hafa vit á að halda kjaftinum á sér saman í stað þess að saka fólk um spillingu því þar hittir hann bara sjálfann sig fyrir.  Vona svo sannarlega að Gunnar geri alvöru úr því að fara í mál við þetta viðrini.
http://keli.blog.is/blog/hrafnkell/entry/520939/


Hvassar skeytasendingar milli Árna og Gunnars
Hef í sjálfu sér aldrei farið leynt með að ég vildi ekki Árna í þingframboð á síðasta ári. Fannst það rangt að hann færi aftur í framboð eftir alvarleg lögbrot sín fyrir nokkrum árum. Fannst það hvorki honum né Sjálfstæðisflokknum til góða. Fór meira að segja í viðtal á Stöð 2 til að tala gegn þingframboðinu eftir ítarleg bloggskrif. Er enn sömu skoðunar og finnst ekkert hafa breyst í þeim efnum að afleitt hafi verið að Árni hafi aftur farið á þing.

Enda sýnist mér það hafa sannast af því að Árna hefur ekki verið treyst fyrir trúnaðarstörfum innan flokksins, eftir að flokksmenn í Suðurkjördæmi völdu hann á þing, þó þeir hafi reyndar lækkað hann um sæti með útstrikunum á kjördegi og veikt pólitíska stöðu hans til muna. Hann hefur verið utangarðsmaður í þingflokknum. Var ekki treyst fyrir formennsku eða varaformennsku í þingnefndum eftir kosningarnar, né öðrum embættum, þó hann hafi átt fjórtán ára þingferil áður að baki er hann sneri aftur á þing.
http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/520940/

Að vera skaðlegur málstaðnum með nonsense
Sumt fólk berst hetjulega fyrir málstað sínum og verður mikið ágengt sökum elju sinnar og festu. Árni Johnsen er í jarðgangamálinu sínu dæmi um hið gagnstæða. Hann göslast um og heilsar að sjómannasið með kjaftinum, svo mikið svo, að venjulegt fólk vill gera hið gagnstæða við það sem strigakjafturinn segir.
Hafi einhverjir Eyjabúa haft von til þess að vel gengi með að starta jarðgangagerð milli lands og Eyja þá hefði málstaðurinn þurft trúverðugri málsvara en Árna. Sturla Jónsson væri t.d. skárri kostur. Ég aftur á móti fagna talsmanninum, því jarðgangagerð milli lands og Eyja er rugl. Ekki einu sinni samþingflokksmenn Árna taka undir þessa vitleysu.
Geng ég of langt í palladómi mínum yfir Árna? Eða er ég að fara með lögmætan gildisdóm?
http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/520941/

Óttalega klént
Mér er spurn, getur Árni meitt æru einhvers? Er einhver sem tekur mark á karlinum? Fyrir utan það finnst mér þessi aðstoðarvegamálastjóri óþarflega hörundsár. Embættismenn eru ekkert yfir gagnrýni hafnir og allra síst þeir sem hafa þegið störf í gegnum pólitík.
http://sailor.blog.is/blog/sailor/entry/520992/

Kannski á Gunnar að hugsa sinn gang.
Að kæra fyrir á þessum grundvelli fær mann til að hugsa "þöggum niður í Árna" persónulega held ég að Árni hafi rangt fyrir sér með jarðgöngin, en að hóta mönnum fangelsi, fyrir að segja sína skoðun þó notuð séu stór orð, segir mér bara að maðurinn er ekki starfi sínu vaxin.
Það má ekki misnota hengingarlög og meiðyrðalöggjöf til þess að ritskoða og koma í veg fyrir umræðu en það er það sem þarna er í gangi.
http://einarstrand.blog.is/blog/einarstrand/entry/521115/

 

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.