Hefur ákveðið að kæra Árna Johnsen fyrir ummæli í sinn garð

26.Apríl'08 | 15:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í Morgunblaðið í morgun ritar Árni Johnsen grein og í henni lætur Árni að því liggja að Gunnar sem sat í nefnd um samgöngur til Vestmannaeyja hafi verið skipaður nefndarmaður til að ná fram vilja Sturlu Böðvarssonar fyrrverandi samgönguráðherra.

Í grein Árna í Morgunblaðinu segir m.a.
 Það er bláköld staðreynd að fyrrverandi samgönguráðherra lá ekkert á því í upphafi úttektar á þessum möguleikum að hann vildi höfn á Bakkafjöru og nákvæmlega út frá því sjónarmiði var unnið. Aðaltengiliður fyrrverandi samgönguráðherra af hálfu Vegagerðarinnar var Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur og aðstoðarvegamálstjóri, sem Sturla hafði skipað í embætti svo furðu sætti, enda stílbrot. Hann reyndist þægur.

Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu sem hljóðar svo og birtist hún á www.visir.is:
 „Ég ætti í sjálfu sér að láta skrif Árna Johnsen um mig í Morgunblaðinu í dag, 26. apríl, mér í léttu rúmi liggja. Það er hins vegar ekki víst að allir aðrir geri það. Í grein þessari er vegið að mér sem opinberum starfsmanni og lögfræðingi. Því hef ég ákveðið að kæra Árna Johnsen til lögreglu fyrir brot á 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 242. gr. sömu laga. Þar kemur fram, að hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er opinber starfsmaður og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.

Það er ekki óvenjulegt, að opinberir starfsmenn þurfi að sitja undir rógi og dylgjum, en það er fátítt, að slíkt komi frá alþingismönnum. Það er Sjálfstæðisflokknum og íslensku þjóðinni til skammar, að þessi maður skuli geta skrifað undir greinar í fjölmiðlum sem alþingismaður."
Undir yfirlýsinguna ritar Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.