Fyrsta skrefið í stórskipahöfn hefur verið stigið.

26.Apríl'08 | 18:00

Tobbi

Jú fyrsta skrefið í átt að stórskipahöfn við Eiðið hefur verið stigið. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér 3 ára áætlun fyrir stuttu og var höfn á Eiðinu þar meðal stærstu ef ekki stærsta verkefnið á þeirri skýrslu.

 Gert er ráð fyrir 720 millj. næstu 3 árin og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári. Vestmannaeyjabær kemur með 40% af fjármagninu en Ríkið sér svo um restina. Er verið að setja fjármagni í þetta strax til að sýna fram á það að það sé verið að tala af fullri alvöru um þetta mál. Ríkið hefur ekki samþykkt að koma að framkvæmdinni en þetta sendir þau skilaboð á þingið að stórskipahöfn er orðin nauðsyn enda núverandi höfn bæði þröng og með stutta viðlegukannta. Ef einhversstaðar á Suðurlandinu á að vera stórskipahöfn þá er það í Vestmannaeyjum enda ein stærsta verstöð landsins og gríðar mikið magn af sjávarfangi sem fer um þessa höfn á ári hverju.
  Lesið fréttina í heild sinni hér. 

 Af Guðmundi VE er það að frétta að þeir héldu til kolmunnaveiða á föstudagskvöldinu, gærkvöldi. Ég bjalla sennilega í strákana á næstunni til að fá einhverjar krassandi fréttir af kolmunnanum.

http://www.123.is/tobbivilla

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.