Fyrsta skrefið í stórskipahöfn hefur verið stigið.

26.Apríl'08 | 18:00

Tobbi

Jú fyrsta skrefið í átt að stórskipahöfn við Eiðið hefur verið stigið. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér 3 ára áætlun fyrir stuttu og var höfn á Eiðinu þar meðal stærstu ef ekki stærsta verkefnið á þeirri skýrslu.

 Gert er ráð fyrir 720 millj. næstu 3 árin og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári. Vestmannaeyjabær kemur með 40% af fjármagninu en Ríkið sér svo um restina. Er verið að setja fjármagni í þetta strax til að sýna fram á það að það sé verið að tala af fullri alvöru um þetta mál. Ríkið hefur ekki samþykkt að koma að framkvæmdinni en þetta sendir þau skilaboð á þingið að stórskipahöfn er orðin nauðsyn enda núverandi höfn bæði þröng og með stutta viðlegukannta. Ef einhversstaðar á Suðurlandinu á að vera stórskipahöfn þá er það í Vestmannaeyjum enda ein stærsta verstöð landsins og gríðar mikið magn af sjávarfangi sem fer um þessa höfn á ári hverju.
  Lesið fréttina í heild sinni hér. 

 Af Guðmundi VE er það að frétta að þeir héldu til kolmunnaveiða á föstudagskvöldinu, gærkvöldi. Ég bjalla sennilega í strákana á næstunni til að fá einhverjar krassandi fréttir af kolmunnanum.

http://www.123.is/tobbivilla

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.