Tilboð vegna Vestmannaeyjaferju enn í skoðun

25.Apríl'08 | 14:57

Herjólfur

Tilboð Vestmannaeyinga í smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju er enn á samningaborðinu. Vestmannaeyingar og samningsaðilar þeirra, Siglingastofnun og Ríkiskaup, yfirfara nú gögn og kanna hvort saman náist um ýmsa þætti tilboðsins.

„Aðilar hafa verið að vinna að yfirferð á rekstrarmódelum seinustu þrjá daga og það er enn verið að kanna kostnað við þetta og hvort hægt sé að ná saman," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Hann sagðist ekki eiga von á að niðurstöður lægju fyrir fyrr en í næstu viku. „Við erum svo sem ekki búnir að setja okkur neina sérstaka dagsetningu, við erum bara að fara yfir stöðuna," sagði Elliði.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.