Tilboð vegna Vestmannaeyjaferju enn í skoðun

25.Apríl'08 | 14:57

Herjólfur

Tilboð Vestmannaeyinga í smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju er enn á samningaborðinu. Vestmannaeyingar og samningsaðilar þeirra, Siglingastofnun og Ríkiskaup, yfirfara nú gögn og kanna hvort saman náist um ýmsa þætti tilboðsins.

„Aðilar hafa verið að vinna að yfirferð á rekstrarmódelum seinustu þrjá daga og það er enn verið að kanna kostnað við þetta og hvort hægt sé að ná saman," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Hann sagðist ekki eiga von á að niðurstöður lægju fyrir fyrr en í næstu viku. „Við erum svo sem ekki búnir að setja okkur neina sérstaka dagsetningu, við erum bara að fara yfir stöðuna," sagði Elliði.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.