Hreinsunardagur 2008

24.Apríl'08 | 07:24

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Laugardaginn 3. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár en í fyrra tilkynntu eftirtalin félagasamtök þátttöku sína:

Akóges Kiwanis/Sinawik Björgunarfélag Vestmannaeyja
Lions Fimleikafélagið Rán Oddfellow  
FrímúrarareglanHvítasunnukirkjan Framsóknarfélagið í Vestmannaeyjum
Skátafélagið FaxiKFUM & K Rótarýklúbbur Vestmannaeyja 
SkógræktarfélagiðHestamannafélagið GáskiSjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
VestmannaeyjalistinnSkotfélag Vestmannaeyja   
         

Forsvarsmenn ofantalinna félaga eru beðnir að hafa samband við félagsmenn sína og boða svo þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Forsvarsmenn félaga sem ekki boðuðu þátttöku í fyrra en hafa áhuga að vera með eru beðnir um að hafa samband við Umhverfis og framkvæmdasvið, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-5030 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 2. maí n.k.

Þeir sem standa utan félaga en hafa áhuga á að taka þátt í hreinsunardeginum eru einnig hvattir til þess skrá sig. 

Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir - mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir - sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.

Hugmyndin er að byrjað verði kl. 10.00 og verið að til kl. 12.00.  Þá verður grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar við Ráðhúsið.

Nánari upplýsingar verða svo settar inn á vef Vestmannaeyjabæjar þegar nær dregur, www.vestmannaeyjar.is.

 

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.