Berglind Kristjánsdóttir bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2008

24.Apríl'08 | 15:16

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í dag var tilkynnt að Berglind Kristjánsdóttir hefði hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2008 og tekur Berglind við nafnbótinni af hljómsveitinni Foreign Monkeys.

Berglind stundar glerlist og mun Berglind halda til Danmerkur í maí á námskeið í glerlist. Berglind fékk við afhent í dag farandgrip sem að bæjarlistamaður hverju sinni varðveitir í eitt ár en það var Guðjón Ólafsson í Gíslholti sem hannaði gripinn, Guðjón var bæjarlistamaður ársins 2005.

Bæjarlistamenn Vestmannaeyja hafa verið frá því að nafnbótin var afhent í fyrsta sinn:
Páll Viðar Kristinsson 2001
Bjarni Ólafur Magnússon 2002
Ósvald Freyr Guðjónsson 2003
Steinun Einarsdóttir 2004
Guðjón Ólafsson frá Gíslholti 2005
Sigurgeir Jónasson ljósmyndari 2006
Foreign Monkeys 2007
Berglind Kristjánsdóttir 2008

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.