Hætta á að lundastofninn verði marga áratugi að ná sér

23.Apríl'08 | 07:05

Lundir lundar

 FUNDUR var haldinn í Vestmannaeyjum á sunnudag þar sem veiðifélögum og veiðimönnum var kynnt skýrsla Náttúrustofu Suðurlands um ástand lundastofnsins í Eyjum.

Að sögn dr. Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra viðstfræðirannsókna hjá náttúrustofunni, er hætta á að næsti árgangur lunda verði svo rýr að hann muni ekki mælast, en síðustu þrjú ár hefur mælst mikil fækkun lunda, og talar Erpur um að í raun vanti þrjá árganga í stofninn.

Þarf að takmarka veiðar
Segir Erpur nauðsynlegt að takmarka mjög veiðar á lunda eða friða hann algjörlega því veiði í sumar geti tekið síðustu viðbótina í varpstofninn, og gæti lundastofninn í Vestmannaeyjum verið áratugi að ná sér aftur á strik.

Talið er að í Vestmannaeyjum lifi um helmingur íslenska lundastofnsins. Lundinn laðar að ferðamenn sem heimsækja Eyjar en einnig er hann hluti af matarhefð Vestmannaeyinga. Margir frístundaveiðimenn búa í Eyjum en einnig hafa nokkrir lundaveiðar að atvinnu.

Erpur segir líklegustu skýringuna á fækkun lundans lélegt ástand sílastofnsins kringum Eyjar sem svo þýðir að pysjurnar fá ekki nóg að éta: „Stóra spurningin er hvort framhald verður þar á og hvað verður þá um lundann," segir Erpur.

Fækkun síla er rakin til hitnandi sjávar sunnan við landið en hlýrri og saltari sjór teygir sig æ norðar með landinu.

Á sama tíma og lunda hefur fækkað í Vestmannaeyjum benda mælingar til þess að honum fjölgi annars staðar á landinu, en fjölgunin er þó óveruleg samanborið við fækkunina sem mælist í Vestmannaeyjum.

Bærinn ræður veiðunum
Veiðimenn og veiðifélög munu í framhaldi af fundinum á sunnudag leggja tillögur fyrir Vestmannaeyjabæ en bærinn er eigandi veiðisvæða og hefur því úrslitaákvörðunarvald um veiðar í Eyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is