Bakkafjara

23.Apríl'08 | 15:26

Georg Arnarson

Í janúar s.l. skrifaði ég grein, sem ég kallaði mína lokagrein um Bakkafjöru, sem tókst reyndar ekki alveg og spurning, hvort það þýði nokkuð að reyna aftur, en ég ætla að reyna.

Ég tók eftir því í morgun að flest fiskiskip voru á sjó, Herjólfur fór samkv. áætlun, en á sama tíma eru austan 20 á höfðanum og mikið sand og moldrok inn í Bakkafjöru, svo óljóst er, hvort fært sé þar, en það kemur þá bara í ljós. Þegar maður vegur saman þessar tvær samgöngubætur, nýjan Herjólf í Þorlákshöfn eða Bakkafjöru, þá getur maður vel sett sig í spor þeirra, sem hlynnt eru hvoru tveggja fyrir sig. Það er t.d. vel skiljanlegt að fólk sem er mjög sjóveikt og sjóhrætt, sé hrifið af þessari hugmynd að vera aðeins innan við hálftíma á sjó. þessu fylgir hinsvegar sá galli, að þá þarf að keyra restina af vegalengdinni, miðað við að flestir séu að fara á höfuðborgarsvæðið. Með nýjum Herjólfi á sömu leið, en í gegnum Þorlákshöfn, skipi sem færi þá leið á 11/2 - 2 klukkutímum, er einnig mjög vel skiljanlegt, því þá sleppur fólk við aksturinn, og fyrir þá sem eru ekki sjóveikir er mjög þægilegt að geta fengið sé smá auka kríu á leiðinni. Þegar þessi umræða hófst, var nýr Herjólfur gagnrýndur með því að láta reikna út vafasamt áhættumat fyrir siglingaleiðina, en ég hef tekið eftir því, að eftir að ég fór að tala um áhættumat, þar sem vegirnir væru teknir inn í matið, þá heyrist varla orð um áhættumat. Einnig hef ég tekið eftir því, að fleiri og fleiri eyjamenn gera sér orðið grein fyrir því, að frátafir í Bakkafjöru verða að öllum líkindum töluvert fleiri en í Þorlákshöfn (gott dæmi er sandrokið í austan áttinni þessa dagana). En vonandi tekst Landgræðslustjóra að hefta það eitthvað, en um það eru margir efins.

Nú er orðið ljóst, að aðeins Vestmannaeyjabær hefur áhuga á að taka við rekstri þessa nýja skips og nýju hafnar og í raun og veru finnst mér eiginlega alveg með ólíkindum, hvað bæjarstjórnin okkar er tilbúin að ganga langt, en kannski tengist þetta eitthvað skrifum bæjarstjórans okkar frá því í haust, þar sem hann lýsti því yfir, að hann hefði nú lent í því að vera sjóveikur um borð í Herjólfi með börnin sín sjóveik. Auðvitað er það óskemmtileg reynsla, en ég ætla rétt að vona það, að það sé ekki eina ástæða hans, og í raun og veru efast ég um það, því að mér finnst orðin ansi sterk pólitísk lykt af þessu öllu saman.

Að lokum eitt sjónarmið, sem mér var sagt í morgun. Nokkrir stuðningsmenn Bakkafjöru hafa líkt gagnrýni á Bakkafjöru á við gagnrýnina sem kom fram, þegar gerð Hvalfjarðarganga hófst, en það er svolítið merkilegt, ef við skoðum það aðeins nánar, að í Hvalfirðinum gerðu menn göng til að losna við hættulegan veg, en í Bakkafjöru eru menn að gera höfn, sem lengir verulega akstur eyjamanna á hættulegum vegi.

Ég ætla að reyna að minnka skrif mín um Bakkafjöru, enda tel ég mig ekki vera í einhverri hatrammri baráttu gegn þessu, en mín skoðun er þó óbreytt.

http://georg.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%