Framkvæmdir við ferjuhöfn í Bakkafjöru hefjast í ár og miðað við að höfnin verði tekin í notkun 2010

22.Apríl'08 | 06:56

Bakkaferja Samgöngur

VEGAGERÐIN og Siglingastofnun hafa hafið kynningu á frummatsskýrslu fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar, vegtengingar að henni frá hringveginum og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum, samkvæmt Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Fram kemur að undirbúningur miðist við að framkvæmdir geti hafist í ár og að höfnin verði tekin í notkun 2010, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 5,6 milljarða króna.

Stýrihópur samgönguráðherra hóf störf sumarið 2006 og var honum ætlað að vinna að forathugun og eftir atvikum forhönnun ferjuhafnar í Bakkafjöru. Hann átti að taka mið af tillögum starfshóps um samgöngur til Vestmannaeyja, en starfshópurinn lagði meðal annars til að bygging ferjuhafnar í Bakkafjöru yrði skoðuð nánar. Helsta niðurstaða stýrihópsins er að gerð hafnar í Bakkafjöru sé vel möguleg og að áhrif ferjusiglinga milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja séu mjög jákvæð.

Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta almenningssamgöngur milli lands og Vestmannaeyja. Ferðatími á sjó milli Eyja og Þorlákshafnar er 2:45 klst. og hann styttist í 30 mínútur en vegalengdin styttist úr 74 km í 13 km. Gert er ráð fyrir þremur til sex ferðum á dag í stað tveggja ferða nú.

Miklar framkvæmdir
Ferjuhöfnina á að byggja vestan ósa Markarfljóts. Byggðir verða tveir um 600 m langir brimvarnargarðar úr grjóti frá landi og út á um 7 m dýpi. Við hafnarmynnið verður um 450 m löng, um 70 m breið og 7 m djúp innsiglingarrenna og þrengist hún í 50 m um 300 metrum innar. 65 m löng stálþilsbryggja með 20 m gafli og ekjubrú við vesturenda og 15 m gafli á austurenda verður byggð, en gert er ráð fyrir að um 60 m löng og 15 m breið ferja með 3,1-3,5 m djúpristu og allt að 2.000 tonna heildarþyngd geti lagst að bryggjunni. Þar verður byggt um 200 fermetra þjónustuhús með biðsal fyrir farþega og afgreiðslu. Gert er ráð fyrir bílastæði við ferjuhúsið fyrir 200 bíla og sá möguleiki er fyrir hendi að byggja bílageymsluhús.

Greinina má lesa í heildsinni í Morgunblaðinu í dag

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.