Flugslysaæfing á Vestmannaeyjaflugvelli næstu helgi

22.Apríl'08 | 15:13

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Flugslysaæfing fer fram á Vestmannaeyjaflugvelli dagana 24. - 27. apríl næst komandi. Æfð verða viðbrögð við slysi þegar 40 farþega flugvél hlekkist á við lendingu á Vestmannaeyjaflugvelli með þeim afleiðingum að eldar kvikna og fjöldi manns þarfnast tafarlausar aðhlynningar. 

Ráðgjafar eða starfsmenn á vettvangi verða um þrjátíu manns en það eru aðilar sem skipa ráðgjafahóp Flugstoða vegna flugslysaviðbúnaðar.  Þrátt fyrir að þetta sé flugslysaæfing nýtist hún einnig ef um er að ræða annars konar hópslys og því má segja að flugslysaæfingar Flugstoða sé einn höfuðvettvangur í undirbúningi og skipulagi á viðbrögðum vegna hópslysa á Íslandi. Heildarfjöldi þátttakenda verður á þriðja hundrað manns.

Æfingin, sem er sú  tuttugasta og önnur í röðinni, hefst með setningu fimmtudaginn 24. apríl en slysið verður sviðsett laugardaginn 26. september kl. 13:00.  Heildarviðbragðskerfi Vestmannaeyja verður því æft á þessari umfangsmiklu æfingu. Unnið verður eftir svokölluðu SÁBF* skipulagi sem er samhæft skipulag neyðaraðgerða sem tekið var upp á Íslandi árið 2000. Kerfið vinnur að því að allar þær einingar eða starfshópar sem koma að slysi eins og sett verður á svið, vinni saman eftir samhæfðum aðferðum.  
    
*SÁBF stendur fyrir Stjórnun - Áætlanir - Bjargir - Framkvæmd.

Allir leggjast á eitt

Mörg þúsund mannstundir liggja að baki undirbúningi og framkvæmd æfingar sem þessarar en að henni koma á þriðja hundrað einstaklingar að þessu sinni. Mikil þekking og reynsla verður samankomin í Vestmannaeyjum þar sem hugað verður að öllum þeim atriðum sem upp geta komið, ef flugslys verður á svæðinu. A meðal þeirra eru: Flugstoðir, Landspítali Fossvogi, Landhelgisgæslan, Almannavarnir, Björgunarsveitir, Neyðarlínan, Rannsóknarnefnd flugslysa, Rauði Krossinn, Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Þjóðkirkjan auk Slökkviliðs Vestmannaeyja og Höfuðborgarsvæðisins.

Meginþungi æfingarinnar liggur á herðum heimamanna enda er markmið æfingarinnar að samhæfa viðbrögð allra hluteigandi aðila í Vestmannaeyjum.  Þessir aðilar eru Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja, Flugstoðastarfsfólk á Vestmannaeyjaflugvelli, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Lögreglan í Vestmannaeyjum, Rauðakrossdeild Vestmannaeyja,  Landsbjörg í Vestmannaeyjum, Brunavarnir Vestmannaeyja, starfsmenn flugrekanda á Vestmannaeyjaflugvelli, svæðisstjórn Björgunarsveita og fleiri.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%