Segir samgöngur til Vestmannaeyja gjörbreytast 2010

21.Apríl'08 | 12:05

Herjólfur

„Við erum enn að fara yfir þetta og skoða og vega og meta," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um stöðuna í viðræðum um tilboð Vestmannaeyinga í smíði og 15 ára rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju „Það ríkir mjög gagnkvæmt traust og skilningur á þessum snertiflötum sem eru til skoðunar í málinu. Nú er bara að halda áfram og kanna til hlítar hvort lending næst," sagði hann.

Elliði á ekki von á að málinu ljúki alveg á næstu dögum, samningsaðilar þurfi líka að gefa sér tíma hverjir í sínu lagi þegar búið sé að fara yfir málið á sameiginlegum fundum. Samningsaðilar af hálfu hins opinbera eru Ríkiskaup og Siglingastofnun. „Það sem skiptir mestu er það að árið 2010 gjörbreytast samgöngur til Vestmannaeyja, það er lykilatriði," sagði Elliði að lokum.

Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, sagði málið á viðkvæmu stigi og vildi ekki tjá sig um það í fjölmiðlum að svo stöddu.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%