Hver eru næstu skref?

21.Apríl'08 | 07:38

Svenni

Nú er ljóst að aðeins Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin eiga möguleika á samningum við ríkið um smíði og rekstur Bakkafjöruferju.  Sex tilboð, það lægsta tvo milljarða yfir kostnaðaráætlun og það dýrasta sex milljarða fram yfir.

Ef tilboði er tekið sem er aðeins tvo milljarða yfir áætlunum þá þýðir það aflminni vél og engin lyfta á bílaþilfari. Held að menn verði að ná lendingu og nú eiga menn hér í Eyjum að rísa upp á afturlappirnar allir sem einn og krefjast almennilegs skips.  Ekkert hálfkák og engan sparnað sem kemur niður á okkur eftir fáein ár.  Um það hljóta Eyjamenn að geta sameinast.

Við skulum alla vega ekki bíða þangað til búið er að taka ákvörðun með að láta í okkur heyra.

Hver á fjöldi áhafnarmeðlima að vera?  Hvað á að fara margar ferðir á dag?  Hvað á að kosta? Hvernig verður með rútuferðir til og frá Bakka? Þetta eru spurningar sem við eigum að spyrja núna. Ég er reyndar á því að við hefðum átt að vera búnir að spyrja að þessu öllu saman fyrr en hvað um það. Núna skulum við byrja að spyrja og heimta svör...

En allt þetta veltur á því að samningar náist á milli heimamanna og ríkisins.

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á það. 

http://svenko.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.