Eiga lundinn eða pysjan að njóta vafans?

21.Apríl'08 | 06:22
Í gærkvöldi var haldinn opin fundur um ástand lunda- og sandsílastofnsins við Vestmannaeyjar, á fundinum voru fluttir þrír fyrirlestrar um þær rannsóknir gerðar hafa verið á undanförnum árum.
Valur Bogason frá Hafrannsóknastofnun fjallaði um stærð sandsílastofnsins og mögulegar breytingar á stofninum til hins verra þar sem sandsíli er aðalfæðutegund lundans og pysjunnar. Freydís Vigfúsdóttir ræddi um breytingar á hafstraumum hér við land og samband breytinga í hafinu á lundann og sjófugla.
Erpur Snær Hansen ræddi að síðustu um stofnstærð lundans og rannsóknir á lundanum og veiðiskýrslur veiðimanna í eyjum og lagði Erpur m.a. annar til í sínu erindi að veiðimenn ræddu það sín á milli hvert framhaldið yrði á veiðum næsta sumar. Þurfa veiðimenn að minnka veiðina sem samsvarar því að hver veiðimaður veiði 100 lunda I hverju veiðifélagi. Í heildina er talið að virkir veiðimenn séu um 172 talsins. Í máli Erps kom m.a. fram að um milljón lundaholur séu í Vestmannaeyjum og séu þær flestar virkar.

Eftir fyrirlestrana fóru svo fram pallborðsumræður um skýrslurnar og veiðikomandi sumars. Góð mæting var á fundinn og greinilegt að veiðimenn þurfa að taka ákvörðun á næstunni varðandi komandi veiðisumar.

Myndir frá fundinum má sjá hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.