Fjallað um ástand lunda -og sandsílastofnsins við Vestmannaeyjar

20.Apríl'08 | 17:19

Lundi

Í kvöld, klukkan 20 verður opið málþing um lunda- og sandsílastofninn við Vestmannaeyjar. Málþingið er haldið í Akóges við Hilmisgötu en fyrirlesarar eru þrír, Valur Bogason, sem fjallar um ástand sílis 2006-2007 við Vestmannaeyjar, Freydís Vigfúsdóttir, sem fjallar um tengsl lundaveiði og hafstrauma og síðast en ekki síst Erpur Snær Hansen, sem fjallar um lýliðun lunda 2005-2007 og veiðiráðgjöf sumarið 2008.
Fram hefur komið að Erpur leggi til friðun lundans í ár.

Að loknum fyrirlestranna verða opnar pallborðsumræður en þátttakendur pallborðs eru auk fyrirlesara, Bjarni Pálsson frá Umhverfisstofnun, Kristján Lillendahl frá Hafrannsóknastofnun, Kristinn H. Skarphéðinsson frá Náttúrustofnun Íslands og Páll Marvin Jónsson frá Þekkingasetri Vestmannaeyja.

Í auglýsingu málþingsins segir að markmið þess sé m.a. að kynna niðurstöður um ástand lunda- og sandsílastofnanna og skapa umræðu um hugsanleg viðbrögð við verulegri minnkun veiðistofns lunda.

 

www.sudurlandid.is greindi frá 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is