Magnús á enga peninga en mörg kort

19.Apríl'08 | 14:42

Maggi MK

„Ég á enga peninga en ég á nokkuð mörg kort," segir viðskiptamaðurinn Magnús Kristinsson í viðtali við 24 Stundir í dag. Magnús er stórskemmtilegur í viðtalinu og viðurkennir meðal annars að salan á Gnúpi hafi verið erfið.

Magnús er útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum sem flýgur með þyrlu á milli lands og eyja sem honum þykir afskaplega vænt um. Hann er m.a spurður hvort boginn hafi verið spenntur of hátt í tengslum við Gnúp sem var leystur upp fyrir skömmu.

„Boginn var spenntur of hátt síðustu þrjú til fjögur árin. Menn lentu í kröppum dansi en sluppu þokkalega fyrir horn. Það voru erfiðir dagar þegar við seldum Gnúp sem hafði verið hugarfóstur okkar. Já, ég viðurkenni að þetta var erfitt," segir Magnús.

Hann segist einnig ekki hafa neina hæfileika til þess að svara spádómum um hvort allt kunni að fara á versta veg hjá fyrirtækjum landsins og þar á meðal sínum eigin.

Magnús var varaformaður stjórnar Straums Burðaráss um tíma þar sem kastaðist í kekki milli hans og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Hann er spurður hvort enn sé kalt á milli þeirra.

„Ég hef marga hildi háð, bæði í sjávarútvegsgeiranum og fjármálageiranum. Í sjálfu sér var engin illska á milli okkar Björgólfs Thors. Við gengum einfaldlega ekki í takt á þessum tíma og slitum samskiptum sem urðu til í gegnum Straum. Við höfum aldrei rætt þetta mál eða farið í gegnum það og munum ekki gera. Þetta mál er frá."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is