Tríkot og lúðró laugardaginn 26. Apríl í Höllinni

18.Apríl'08 | 13:35
Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja, ásamt Lúðrasveit Verkalýðsins, sameina krafta sína á stórtónleikum. Prógramið verður samansett af velvöldum slögurum frá listamönnum eins og Led Zeppelin, U2, Otis Reading, Bítlunum, Joe Cocker og fleirum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þetta er einstakur viðburður, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi ef ekki í heiminum, þannig að þetta er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara.

" Þessi hugmynd var " reynslukeyrð" á sjómannadagsskemmtuninni í fyrra og fékk vægast sagt mjög góð viðbrögð" segir Sæþór Vídó forsprakki hljómsveitarinnar Tríkot. " Það er náttúrulega ótrúlega gaman að fá að spila með 40 manna lúðrasveit. Umgjörðin verður öll hin vandaðasta allt frá ljósum að hljóði, einnig munum við fá til okkar góða gesti t.d. mun Arndís Ósk taka lagið með okkur og eins eru allar líkur á að  Valgeir Gíslason gítarsnillingur stígi á svið í að ég held bara fyrsta sinn í 30 ár síðan Logarnar voru upp á sitt besta. Þannig að ég get lofað fólki einstakri skemmtun."

Tónleikarnir verða á laugardaginn 26. Apríl nk. og húsið opnar kl. 20, miðaverð er kr. 2.000,- og er forsala aðgöngumiða hafin á Kletti.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is