Gott og stöðugt vinnuafl, gott húsnæði og svo er hvergi betra að búa.

18.Apríl'08 | 07:18

Grímur kokkur, fiskidagurinn mikli

Við höldum áfram að fjalla um og kynna fyrir lesendum eyjar.net þau fyrirtæki sem eru starfrækt í Vestmannaeyjum. Í dag er það kynnum við fyrir lesendum fyrirtækið Grímur Kokkur ehf. Það ættu allir að hafa smakkað réttina eða matin frá Grími Kokk en færri vita sögu fyrirtækissins og hvernig rekstri fyrirtækissins er háttað. Við sendum nokkrar spurningar á Grím og félaga og birtum svörin hér að neðan.

Hver er saga fyrirtækisins og af hverju var farið af stað í upphafi?
Fyrirtækið Grímur kokkur var stofnað í janúar 2006 með það að markmiði að framleiða tilbúna fiskrétti og grænmetisrétti. Höfðu eigendur fyrirtækissins orðið varir við mikla ásókn í tilbúna rétti, í ljósi þess hvað neytendur hafa sífellt minni tíma til eldamennsku en vilja jafnframt hollan og bragðgóðan mat.

Starfsmannafjöldi fyrirtækisins í dag?
14 manns miðað við fullt starfshlutfall.  Einhverjir eru í hlutastarfi og skipta með sér 100 % starfshlutfalli.

Af hverju rekstur í Vestmannaeyjum, þegar vörur ykkar hvað mest seldar á höfuðborgarsvæðinu?
Hér erum við í stærstu verstöð landsins þar af leiðandi er gott aðgengi að fiskinum. Auk þess viljum við sjá atvinnulíf í Vestmannaeyjum dafna. Gott og stöðugt vinnuafl, gott húsnæði og svo er hvergi betra að búa.

Hvar liggja ykkar helstu sóknarfæri á næstunni og stefnið þið á erlenda markaði með ykkar vörur?Sóknarfærin liggja í aukinni sölu til mötuneyta og stóreldhúsa ásamt fjölgun rétta. Mikill og jafn vöxtur hefur verið frá upphafi og er allt sem bendir til að svo verði áfram.  Við munum að sjálfsögðu skoða möguleika á útflutningi á vörunum okkar og erum með augun opin fyrir tækifærum víða en viljum fara varlega í það og vera vissir um að ráða við það.

Hvað selur Grímur Kokkur mörg tonn af sínum vörum á ári?  
no comment.
 
Hvernig er t.d. framleiðsuferlið á t.d. plokkfisknum frá því að fiskurinn kemur í hús hjá ykkur og á disk neytandans?
Grímur kokkur starfar eftir mjög ströngum gæðastöðlum um hreinlæti og meðferð vörunnar frá hráefni til fullunnar vöru. Gæðastaðlar eins og HACCP er nokkuð sem við förum eftir í hvívetna
Við kaupum mest allan fisk af Ísfélaginu  eftir að fiskur kemur í hús er hann yfirfarinn, vigtaður og fulleldaður. Þá er plokkfiskurinn lagaður eftir stöðluðum uppskriftum, hraðkældur,pakkaður og sendur með flytjanda samdægurs upp á land þar sem sölumenn taka við honum og dreifa í verslanir og mötuneyti morguninn eftir.

Hvaða vara af ykkar tegundum er hvað vinsælust?
Plokkfiskur og fiskibollur.

Hvernig er ykkar markaðssstarfi háttað?
Allt markaðsstarf hjá Grími kokk gengur út á að auka sölu á vörum okkar og upplýsa neytandan um hollustu og gæði vörunar.  Við vinnum í mjög nánu samstarfi við innkaupa stjóra verslunna keðjanna og erum duglegir að auglýsa með þeim og vera með kynninar og tilboð í verslunum.  Einnig auglýsir Grímur kokkur mjög mikið, bæði í sjónvarpi, blöðum og útvarpi  og gengur það yfirleitt út á minna á vörur okkar, hollustu þeirra og gæða.  Slagorðið  "Vertu gáfaður og borðaðu fisk"  sem Grímur kokkur notar hefur vakið mikla athygli.

Nú er hægt að fá reykta ýsu á Vox veitingastað og heilsubuff á Saga Class frá Grími Kokk, hvaða hafa þessar viðurkenningar að segja fyrir ykkar fyrirtæki?
Þetta er gríðarlega góðar viðurkenningar og segja okkur að við erum með hágæða framleiðsluvörur og að fá viðurkenningu frá svona viðskiptavinum auðveldar markaðsstarf og sölu.

Eitthvað að lokum?
Grímur kokkur er stoltur af þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð í markaðsetningu á vörum sínum og þeim mikla vexti sem hefur verið í framleiðslu og sölu. Allt þetta er fyrst of fremst frábæru starfsfólki að þakka, sem við erum endalaust stolt af.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.