Nýsköpun eða samkeppni?

17.Apríl'08 | 09:51

Gísli Foster

Háttvirtu nefndarmenn og framkvæmdastjóri
 
Ég fékk loksins staðfestingu á þeim orðrómi sem að ég hef heyrt síðan í haust, en fundist sem svo að mig hafi vantað nánari upplýsingar til að kalla eftir svörum, var ekki á svæðinu þegar þetta birtist í bæjarblöðunum og leitaði ekkert eftir fundargerð á netinu, fyrr en í morgun.

Málið er þetta:
Í fréttablaðinu Vaktinni í Vestmannaeyjum, dagsett 11. apríl 2008, er viðtal við Ragnar Ragnarsson eiganda Xprent í Vestmannaeyjum, þar sem að hann segir m.a. um tilurð fyrirtækis síns:

-Við athugun kom í ljós að hér var engin ljósritunarstofa, eða fyrirtæki sem veitti þjónustu í
stafrænni prentun. Ég sótti um styrk frá Vaxatarsamningi Vestmannaeyja og Suðurlands, hjá
Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, til þess að gera nánari könnun á möguleikum í þessum
efnum. Ég fékk mikla aðstoð hjá Hrafni Sævaldssyni, á skrifstofu félagsins hér í Eyjum, við
áætlanagerð og niðurstaðan varð sú að slá til.

Á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Suðurlands (www.sudur.is) segir:
Markmið Atvinnuþróunarfélags Suðurlands er að efla  og örva atvinnulíf á Suðurlandi og stuðla þannig að aukinni hagsæld, með ráðgjöf og styrkjum til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila. Félagið hefur jafnframt frumkvæði og er leiðandi í að kynna og aðstoða aðila á svæðinu við nýsköpun og nýjungar í rekstri og stjórnun fyrirtækja.

Á sömu heimasíðu segir einnig, og þá undir liðnum Styrkir AÞS 2007, umsóknareyðublað og reglur:

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunnar á starfssvæði sínu.
- svo kemur upptalning og þar stendur m.a.:

Mat á umsóknum

Mat á umsóknum byggist eingöngu á þeim gögnum sem umsækjandi leggur fram og er þá miðað við eftirfarandi þætti:
o Er líklegt að verkefnið skapi atvinnu á Suðurlandi?
o Er verkefnið nýnæmi fyrir atvinnulíf á Suðurlandi?
o Er verkefnið skýrt á fullnægjandi hátt - markmið og vinnuferlar skýrir?
o Bendir umsókn til þess að verkefnið verði framkvæmt með fullnægjandi hætti?
o Er kostnaðaráætlun trúverðug?
o Er verkefnið í samkeppni við aðra á svæðinu?
o Er fjármögnun verkefnisins tryggð?

Á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Suðurlands eru einnig birtar fundargerðir sjóðsins.

Á 270 fundi stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðulands sem haldinn var föstudaginn 12. október 2007 kl. 13.30, á Hvolsvelli undir lið 4. þar sem lagðar voru fram tillögur um styrkveitingar félagsins haustið 2007 kemur þetta fram

Nr.  Umsækjandi  verkefni  styrkur
18.  RagnarRagnarsson Stafræn Smáprentun 200.000

Í fyrirtækinu þar sem ég er í forsvari, Prentsmiðjan Eyrún, Vestmannaeyjum,,  hefur þessi stafræna prentun sem  Xprent er að fást við verið framkvæmd í nokkur ár, frá miðju ári 2004, og því finnst mér sérstakt að vera að veita styrk til handa fyrirtæki til þess að stofna til samkeppni en ekki nýsköpunnar á markaðssvæðinu.
Mig langar því að spyrja ykkur, ágætu nefndarmenn og framkvæmdastjóri, þú varst reyndar ekki orðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðsins þegar að málið var tekið fyrir en varst starfsmaður og sast þennan fund sem afgreiddi málið. Ég spyr því: Er það hlutverk sjóðsins að styrkja stofnun og/eða hvetja til stofnunar,  fyrirtækja til samkeppni við þau fyrirtæki sem fyrir eru á markaðssvæðinu? Eða er þetta eins og stendur í markmiðum Atvinnuþróunafélagsins að hafa frumkvæði og vera leiðandi í að kynna og aðstoða aðila á svæðinu við nýsköpun og nýjungar í rekstri?
Gaman væri að fá svör við þessari spurningu.

Mér þykir líka ljúft að geta sagt frá því að þessi stafræna vél sem er í prentsmiðjunni hjá okkur hefur unnið verkefni fyrir Atvinnuþróunarfélag Suðurlands á þessum árum sem hún hefur verið hér, sem og fyrir Vestmannaeyjabæ, og við erum sennilega að tala um nokkra tugi verkefna, þannig að það er mér, og reyndar mörgum öðrum, hulin ráðgáta  hvernig hægt var, samkvæmt orðum Ragnars, að komst að því að ekki væri til staðar í byggðarlaginu fyrirtækisem sinnti stafrænni prenun og ljósritun, sama hvort um er að ræða í svart/hvítu eða lit, og veita styrk til slíks verkefnis. Það virðist því sem einhver hafi gleymt að vinna heimavinnuna sína!

f.h. Pr. Eyrún, Vestmannaeyjum
Gísli Hjartarson, framkvæmdastjóri

e.s. feitletranir/skáletranir eru höfundar.
Afrit sent: framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, með beiðni um að hann áframsendi á stjórnar og starfsmenn sjóðsins sem og á sudurlandid.is og eyjar.net

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).