Verður Björk Guðmundsdóttir með tónleika í gíg Eldfells í sumar?

16.Apríl'08 | 06:15

Björk Guðmundsdóttir

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að unnið sé að því að fá Björk Guðmundsdóttur til að halda tónleika í gíg Eldfells í sumar en fyrirhugaðir eru stórtónleikar í gígnum um goslokahelgina í júlí.

Á síðasta ári fékk Vestmannaeyjabær styrk upp á 700.000 frá Menningarráði Suðurlands en sá styrkur var merktur „stórtónleikum Sigur Rósar í gíg Eldfells. Í Fréttablaðinu segir Kári Sturluson umboðsmaður Sigur Rósar að það hafi verið óskhyggja hjá eyjamönnum að fá Sigur Rós þar sem hljómsveitin sé upptekin allt næsta sumar.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú verið að reyna að semja við Björk Guðmundsdóttur að koma og halda tónleika á þessum magnaða stað. En í Fréttablaðinu segir m.a. Kristín Jóhannsdóttir að þetta verði tónleikar ársins á landsvísu ef að allt gangi upp en Kristín vill ekkert staðfesta hver muni flytja tónlist sína í gígnum í sumar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.