ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KYNNA SÉR MÁLEFNI VESTMANNAEYJAR Í SAMGÖNGUMÁLUM KYNNI SÉR ÞETTA HÉR

16.Apríl'08 | 08:30
Ég hefði nú haldið að maður með þá reynslu sem Ísleifur Jónsson hefði að hann ætti að vita að það hefur verið mikið um vatnsgang í jarðgöngum á Íslandi. Nóg er að nefna nýjustu göngin á Vestfjörðum og svo núna síðast göngin í Kárahnjúkum.
Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.

Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?

Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.

Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)


Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)

Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:

Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.

Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!

Linkur á Fred. Olsen Express

Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.

Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.

Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.

Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!

Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.

Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:

http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.

Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.

Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)

En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761

Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora

Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/

og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:

http://www.herrenknecht.de/

Kjartan
http://www.photo.is/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.