Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn

16.Apríl'08 | 06:05

Maggi MK

MAGNÚS Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, segir það mun betri kost að smíða nýjan, hraðskreiðari Herjólf en að verja 6–8 milljörðum í gerð nýrrar hafnar í Bakkafjöru. Um 35% íbúa í Vestmannaeyjum hafa skrifað undir mótmæli við Bakkafjöruhöfn, en undirskriftasöfnuninni lýkur í kvöld.

Magnús sagðist hafa miklar efasemdir um höfn á Bakkafjöru. Hann sagðist taka með mikilli varúð fullyrðingum fræðimanna um að ekki verði miklar frátafir í nýrri höfn vegna veðurs. Þessar rannsóknir byggi allar á líkindum. Hann benti á að aðeins eitt dufl væri fyrir utan Bakkafjöru sem aflað hefði upplýsinga um sjólag.

„Sjómenn sem ég hef talað við segja að það hafi aldrei verið hægt að leggja trossur á þessu svæði. Straumurinn sé það mikill að þær hafi alltaf borið vestur með landinu. Líkurnar á að þarna sé hægt að búa til höfn eru mun minni en þeir segja hjá Siglingastofnun. Ég vil líka benda á að það vantar ekki nýjar hafnir á Íslandi," sagði Magnús.

Magnús sagði að í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst hefði gert hefði verið bent á að nauðsynlegt væri að rannsaka betur íbúaþróun í Vestmannaeyjum og hvaða áhrif höfn í Bakkafjöru gæti haft á hana. Þetta hefði ekki verið gert.

Magnús sagði að tæknin væri þannig í ferjusmíði á Íslandi að það ætti að vera hægt að smíða ferju af svipaðri stærð og núverandi Herjólfur, en mun hraðskreiðari, öflugri og öruggari. Hann sagðist vona að menn fallist á að fara þá leið að smíða nýja ferju sem sigli á skemmri tíma milli lands og Eyja á sumrin og lengri tíma á veturna. Síðan ættu menn að sameinast um að berjast fyrir stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, en hún myndi kosta þriðjung af stofnkostnaði Bakkafjöruhafnar.

Magnús sagði að tillaga sín væri að óskað yrði eftir tilboðum frá Samskip og Eimskip um nýja ferju og að sá sem fengi verkið fengi samning til 7-8 ára.

Hægt er að skrifa undir mótmæli við Bakkafjöruhöfn á www.strondumekki.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-