Hagnaður ársins 2007 var 1.123 milljónir

16.Apríl'08 | 11:14

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf. fyrir árið 2007 var haldinn í dag 15. apríl2008. Á fundinum var farið yfir rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2007. Heildarvelta samstæðu Ísfélags Vestmannaeyja hf. var kr. 6.301 milljónir og hækkaði um rúmar 2.400 milljónir frá árinu áður.

 

Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var rúmlega 200 milljónum hærri en árið áður eða 1.410 milljónir og var 22,4% af veltu ársins. Hagnaður ársins 2007 var 1.123 milljónir á móti tapi árið 2006 upp á 437 milljónir. Heildareignir félagsins í lok árs 2007 voru rúmir 14 milljarðar, þar af veltufjármunir um 2,3 milljarðar. Heildarskuldir félagsins í árslok voru 9,6 milljarðar og eigið fé rúmir 3,7 milljarðar. Eiginfjárhlutfall í árslok var 26,9%. Hreint veltufé frá rekstri var 1.340 milljónir og handbært fé frá rekstri 1.290 milljónir.

Síðasta rekstrarár var gott í sögu félagsins og einkenndist það af miklum breytingum þar sem margar ákvarðanir voru teknar til að styrkja félagið til framtíðar. Í upphafi ársins var ráðist í kaup á öllu hlutafé í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf semrekur tvö uppsjávarskip, kúffiskveiðiskip, fiskimjölsverksmiðju, frystihús og kúffiskvinnslu. Eftir kaupin hefur sameiginlegt félag yfir að ráða rúmlega 20% kvóta í loðnu og norsk-íslenskri síld, 14% kvóta í sumargotssíld og 5% af kolmunnakvóta, auk veiðiheimilda í bolfiski. Samhliða kaupunum var starfsemi í bræðslu félagsins á Krossanesi í Eyjafirði lögð af. Stór hluti verksmiðjunnar var fluttur til Vestmannaeyja síðastliðið sumar og hafist var handa við verulegar endurbætur á FES. Þeim breytingum lauk undir haust og hafa þær komið vel út.

Skipastóll félagsins hefur verið í endurskoðun síðasta árið og má segja að hann hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu. Guðmundur VE kom aftur inn í reksturinn í byrjun ársins eftir tæplega 10 mánaða fjarveru vegna breytinga í Póllandi. Heimaey VE, ísfisktogari félagsins til margra ára, var seldur í brotajárn til Danmerkur síðastliðinn vetur. Í hans stað kom fyrrum Þórunn Sveinsdóttir inn í rekstur félagsins í upphafi nýs kvótaárs í haust. Skipið er gert út undir nafninu Suðurey VE. Tvö uppsjávarveiðiskip voru seld á árinu, Antares VE og Álsey VE. Bæði skipin fara til nýrra verkefna við strendur Afríku. Í þeirra stað var keypt uppsjávarveiðiskipið Delta sem var í eigu Sjólaskipa hf en er gert út undir nafninu Álsey VE. Nú hefur verið samið um smíði á tveimur fullkomnum uppsjávarveiðiskipum sem verða afhent árin 2010 og 2011. Skipin eru hönnuð af Rolls Royce og verða smíðuð í skipasmíðastöð ASMAR í Chile.

 Á haustdögum var tekin skóflustunga að nýjum frystiklefa félagsins á Þórshöfn og verður hann tekinn í notkun um mitt árið 2008. Rekstur félagsins á árinu 2007 gekk vel þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið mjög sterkt og afurðarverð á fiskimjöli hafi lækkað verulega á árinu. Þrátt fyrir lítinn loðnukvóta á árinu 2007 kom loðnuvertíðin vel út og var nær öll loðnan unnin til manneldis. Veiðar úr norsk‐íslenska síldarstofninum og heimasíldinni gengu vel og veiddist nær allur kvóti félagsins.

Bræðslur samstæðunnar tóku við alls 115 þúsund tonnum af hráefni og framleiddu úr því rúmlega 21 þúsund tonn af mjöli og um 8.500 tonn af lýsi. Frystihús félagsins tóku við rúmlega 22 þúsund tonnum af hráefni til manneldisvinnslu. Kúffiskvinnsla í frystihúsi Hraðfrystistöðvarinnar á Þórshöfn var sett af stað aftur vorið 2007 og unnið úr um 4.300 tonnum af kúffiskskel. Skip félagsins komu með alls um 152 þúsund tonn af afla að landi á árinu.
Horfur í rekstri félagsins á árinu 2008 eru ágætar þrátt fyrir að lítil úthlutun veiðiheimilda í loðnu og veruleg skerðing þorskkvóta komi niður á rekstri félagsins. Á móti vegur að verð á helstu afurðum félagsins er tiltölulega hátt og gengi krónunnar loksins orðið viðunandi fyrir útflutningsfyrirtæki.

Á ársgrundvelli störfuðu 277 starfsmenn hjá félaginu á starfsárinu og námu launagreiðslur til þeirra kr 1.671 milljónir króna.

Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða út arð til hluthafa sem nemur alls 200.000.000.- kr.
Stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundinum en hana skipa: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður, Þórarinn S. Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og varamenn Eyjólfur Martinsson og Ágúst Bergsson.

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).