Er siglt alla daga til Eyja?

16.Apríl'08 | 07:08

Svenni

Það er um fátt annað rætt þessa dagana í Eyjum en undirskriftarlistann gegn Bakkafjöru og sitt sýnist hverjum.  Allir hafa sín rök fyrir afstöðu sinni og ber að virða það.

Heyrði í Elliða bæjarstjóra í gær á Bylgjunni.  Hann fór ágætlega yfir þessa hluti og í Morgunblaðinu í dag er rætt við Sigurð Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun þar sem hann segir frátafir verði 5-9 daga á ári á siglingum í Bakkafjöru.  Jarl Sigurgeirsson bendir réttilega á í grein á Eyjamiðlunum að fjöldi ferða verði vitanlega meiri í Bakkafjöru og því falla fleiri ferðir niður en dagafjöldinn sé svipaður og í dag á siglingum til Þorlákshafnar.

Ég hef hins vegar áhyggjur af því að tveir af fjórum aðilum sem valdir voru í útboð vegna ferjunnar ætli ekki að skila inn tilboði.  Miðað við ummæli forsvarsmanna Eimskips er það félag annað þeirra sem hellist úr lestinni. Spurning hvort Samskip sé hitt?  Það á að opna tilboð á fimmtudaginn og það verður athyglisvert að sjá hvernig það kemur út.

Annars vakti eitt athygli mína í samtali við aðila í Reykjavík um daginn.  Við erum í framkvæmdum niður á gamla Reynisstað og mikið að gerast og það þarf að tala við marga.  Við eigum von á ýmsu frá Reykjavík og einn birginn okkar sem ég talaði við um daginn er ekki mikið að fylgjast með samgöngumálum okkar. Hann spurði:

"Er siglt alla daga til Eyja?"

http://svenko.blog.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.