Skip HB Granda landa kolmunna í Vestmanneyjum

14.Apríl'08 | 16:03

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Stopp er nú komið í löndun og bræðslu á kolmunna í mjölverksmiðju HB Granda á Akranesi og í raun ríkir óvissa um framhaldið. Samið var við Ísfélagið í Vestmannaeyjum um að þau þrjú skip HB Granda sem lagt hafa upp hjá vinnslunni á Akranesi, Ingunn AK, Faxi RE og Lundey NS, landi hvert um sig einum farmi í Eyjum.

Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda segir í samtali við vefinn skessuhorn.is að hagkvæmast hafi verið, til dæmis út frá olíuverði, að skipin lönduðu í Vestmannaeyjum að þessu sinni, enda 10-12 tímum styttri sigling þangað af miðunum en til Akraness. Landað var úr Ingunni í gær, Faxi bíður löndunar og von er á Lundey um helgina. Vilhjálmur segir að löndunarstaður skipanna ráðist af aðstæðum hverju sinni og ekkert sé fast í hendi varðandi framhaldið á vertíðinni.

Ísfélagið í Vestmannaeyjum var tilbúið að greiða 14,80 krónur fyrir kílóið af kolmunnanum, en forsvarsmenn HB Granda buðu sínum áhöfnum lægra verð, eða frá 11,20 upp í 12,50 krónur allt eftir gæðum hráefnisins. Í kosningum sem fram fóru um borð höfnuðu skipverjarnir á skipum þremur nær einróma því verði sem eigendur HB Granda buðu, að því er fram kemur á heimasíðu Verkalýðsfélag Akraness. Þar segir ennfremur að starfsmenn mjölverksmiðjunnar á Akranesi séu ósáttir við þróun mála.

Sjá nánar á www.skessuhorn.is

 

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is