Getur veikt stöðu þeirra

14.Apríl'08 | 05:55

Guðni Ágústsson

„Ég er dálítið hissa á þessari söfnun og mér finnst hún fara heldur seint í gang. Það getur veikt stöðu Vestmannaeyja mjög í þessu máli að hefja þessa umræðu í rauninni eftir á. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni skapa upplausn og vanda fyrir Vestmannaeyinga," segir Guðni Ágústsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.

Hann hafi lengi talið nýjan Herjólf og góðar flugsamgöngur lausnina, en niðurstaðan sé Bakkafjöruhöfn. Eyjamenn hafi ekki tekið af skarið áður en samstaða tók að myndast um þá lausn. „Þeir létu afskrifa jarðgöngin án þess að fá fjármagn í að klára rannsóknir á þeirri lausn."

Hann telur stórskipahöfn í Eyjum góða hugmynd en hugur Eyjamanna sjálfra ráði þar mestu um. Áhyggjur þeirra af því að þjónusta og hafnarstarfsemi færist í Bakkafjöru með höfninni segir Guðni ekki nýjar af nálinni, en dæmir ekki um hvort þær eigi við rök að styðjast. Tilraunir til að koma upp stuttri siglingaleið til Vestmannaeyja séu gerðar í þeirri trú að byggð þar styrkist þar með.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.