Ekki verður aftur snúið

14.Apríl'08 | 06:04

arni

„ÞAÐ er mjög mikil reiði í Vestmannaeyjum vegna þess að samgönguyfirvöld og fyrrverandi samgönguráðherra brugðust í því að ljúka rannsóknum á jarðgangagerð. Beðið er eftir að því verði lokið hvað sem öðru líður," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Margir sjómenn í Vestmannaeyjum hafi mikla ótrú á hafnargerð við Bakkafjöru. „Siglingastofnun hefur unnið mjög faglega og vel að öllu sem að þeim lýtur við þetta verkefni. Eins vel og Vegagerðin, undir forystu aðstoðarvegamálastjóra, vann alla aðra þætti illa," segir Árni. Núverandi samgönguráðherra hafi kokgleypt ófaglegar upplýsingar Vegagerðarinnar þegar ríkisstjórnin ákvað að ráðast í hafnargerð síðasta sumar. „Þetta er miður. Þess vegna hefur ekki verið sátt um þetta verkefni. Það er engu að síður mitt mat að þegar ríkisstjórnin hafði tekið ákvörðun um framkvæmdina varð ekki aftur snúið. Mótmælin koma of seint, en það sem liggur að baki þeim er vel skiljanlegt," segir Árni.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.