Að bera saman ólíka hluti

11.Apríl'08 | 13:56

Lóðsin

Miklar umræður hafa átt sér staða síðustu daga um samgöngumál Vestmannaeyja og fyrirhugaðar framkvæmdir við Bakkafjöru og um þá höfn sem áætlað er að reisa þar.
Þessar umræður eru líflegar og sitt sýnisti hverjum enda samgöngumál sá málaflokkur sem að skiptir eyjamenn hvað mestu máli í dag.

Á síðasta ári fóru bæjarfulltrúar V-listans í ferð á Lóðsins upp að Bakkafjöru til að kanna þar aðstæður og fékk Lóðsins á sig brot er hann var um 30 metra fyrir utan áætlaðan hafnargarð. Miklar umræður urðu í kjölfar þessara ferðar og t.d. var rétt um stærð Lóðsins á móti stærð fyrirhugaðrar ferju í hlutföllum við brotið sem Lóðsins fékk á sig.

Í dag barst okkur á netfangið eyjar@eyjar.net teikning sem að Jóhann Jóhannsson eða Jói Listó hefur gert og sýnir stærðarhlutföll Lóðsins og fyrirhugaða ferju sem sigla á milli lands og eyja.
Á teikningunni má sjá teikningu á af Lóðsins sem er 24 metrar á lengd, teikningu af gamla Kap VE sem er 40 metrar á lengd og teikningu af nýjum Herjólfi eftir gögnum frá Siglingamálastofnun en fyrirhugaður Herjólfur er teiknaður 65 metra langur. Á teikninguna er teiknuð 5 metra alda en talið er að brotið sem kom á Lóðsin á síðasta ári hafi  verið alda um 5 metra há.

Teikningu Jóa Listó má sjá hér
Myndbandið af ferð Lóðsins má sjá hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%