Góður árangur hjá Íþróttafélaginu Ægi á Íslandsmótinu liðna helgi

10.Apríl'08 | 12:51

Ægir

Íslandsmótið í Boccia var haldið dagana 4.-6. Apríl í Laugardalshöllinni. Þetta árið mætti Íþróttafélagið Ægir með 3 sterk lið á mótið. Ægir 1, skipað þeim Guðna Davíð Stefánssyni, Ólafi Jónssyni og Ylfu Óladóttur, spilaði í feikna sterkum riðli í 1. deild.

Ægir 2, skipað þeim Antoni Sigurðssyni, Dagmar Ósk Héðinsdóttur og Júlíönu Silfá Haraldsdóttur, spilaði í 2. deild, og að endingu Ægir 3, sem lék í 3. deildinni var skipað þeim Birgi Reimari Rafnssyni, Gunnari Karli Haraldssyni og síðast en ekki síst Þóru Magnúsdóttur. Árangur liðanna var með stakri prýði þetta árið þrátt fyrir erfiða andstæðinga en m.a. lennti Ægir 1 í riðli með afar sterkum liðum en náðu engu að síður góðum úrslitum og halda sér þess vegna í 1. deildinni að ári.

Ferðin sjálf gekk einkar vel, gist var í hinu margrómaða Kríunesi og fór vel um mannskapinn þar. Fararstjórarnir stóðu einnig fyrir sínu en í ár voru það Margrét Bjarnadóttir, Ófeigur Lýðsson og Þórína Baldursdóttir sem fóru fyrir hópnum að ógleymdum bifreiðarstjóranum á Binnabíl, Bjarna Sam. Farið var með hópinn m.a. í Húsdýragarðinn, Kringluna og út að borða á Pizza Hut.

Á sunnudeginum var svo haldið lokaball, sem margir höfðu beðið spenntir eftir. Veislan fór fram í Gullsalnum í Grafarholtinu og í boði var 3. rétta matseðill sem heppnaðist einkar vel. Ballstjórinn var svo hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson sem hélt uppi stuði á dansgólfinu frameftir kvöldi. Hann endaði svo dansleikinn á að gefa nokkrar eiginhandaráritanir.

Það er því allir sammála að í heild sinni hafi mótið heppnast vel í alla staði og ekkert að vanbúnaði að fara æfa sig vel fyrir mótið á næsta ári.

Myndir frá mótinu má svo finna hér.

www.ifaegir.com greindi frá

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).