Góður árangur hjá Íþróttafélaginu Ægi á Íslandsmótinu liðna helgi

10.Apríl'08 | 12:51

Ægir

Íslandsmótið í Boccia var haldið dagana 4.-6. Apríl í Laugardalshöllinni. Þetta árið mætti Íþróttafélagið Ægir með 3 sterk lið á mótið. Ægir 1, skipað þeim Guðna Davíð Stefánssyni, Ólafi Jónssyni og Ylfu Óladóttur, spilaði í feikna sterkum riðli í 1. deild.

Ægir 2, skipað þeim Antoni Sigurðssyni, Dagmar Ósk Héðinsdóttur og Júlíönu Silfá Haraldsdóttur, spilaði í 2. deild, og að endingu Ægir 3, sem lék í 3. deildinni var skipað þeim Birgi Reimari Rafnssyni, Gunnari Karli Haraldssyni og síðast en ekki síst Þóru Magnúsdóttur. Árangur liðanna var með stakri prýði þetta árið þrátt fyrir erfiða andstæðinga en m.a. lennti Ægir 1 í riðli með afar sterkum liðum en náðu engu að síður góðum úrslitum og halda sér þess vegna í 1. deildinni að ári.

Ferðin sjálf gekk einkar vel, gist var í hinu margrómaða Kríunesi og fór vel um mannskapinn þar. Fararstjórarnir stóðu einnig fyrir sínu en í ár voru það Margrét Bjarnadóttir, Ófeigur Lýðsson og Þórína Baldursdóttir sem fóru fyrir hópnum að ógleymdum bifreiðarstjóranum á Binnabíl, Bjarna Sam. Farið var með hópinn m.a. í Húsdýragarðinn, Kringluna og út að borða á Pizza Hut.

Á sunnudeginum var svo haldið lokaball, sem margir höfðu beðið spenntir eftir. Veislan fór fram í Gullsalnum í Grafarholtinu og í boði var 3. rétta matseðill sem heppnaðist einkar vel. Ballstjórinn var svo hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson sem hélt uppi stuði á dansgólfinu frameftir kvöldi. Hann endaði svo dansleikinn á að gefa nokkrar eiginhandaráritanir.

Það er því allir sammála að í heild sinni hafi mótið heppnast vel í alla staði og ekkert að vanbúnaði að fara æfa sig vel fyrir mótið á næsta ári.

Myndir frá mótinu má svo finna hér.

www.ifaegir.com greindi frá

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%