Að reka fyrirtæki í Eyjum er hluti af þeirri gæfusmíði sem við höfum valið okkur

10.Apríl'08 | 09:22

nóri

Við höldum áfram að fjalla um og kynna fyrir lesendum eyjar.net þau fyrirtæki sem eru starfrækt í Vestmannaeyjum. Flestir þekka bakkelsið og brauðin frá Arnóri bakara en það þekkja ekki allir sögu fyrirtækissins og framtíðarskref þess.
Við sendum nokkrar spurningar á Helgu og Arnór til að forvitnast um reksturinn þeirra, sögu fyrirtækissins og framtíðina.

Hver er saga fyrirtækisins og af hverju var farið af stað í upphafi?
Það er eðlilegt að sá sem lærir einhverja iðn vilji gera eitthvað meira með menntun sína.  Arnór hafði um tíma hugleitt að taka þá áhættu sem því fylgir að stofna sitt eigið fyrirtæki.  Á þessum tíma var töluvert atvinnuleysi og hafði Helga enga örugga vinnu.  Það er ákveðið að slá til  og er fyrirtækið formlega stofnað 1. apríl 1996.  Það er ákveðið að nota allt spariféð og að viðbættu litlu láni sem dugði fyrir vélum, litlum sendibíl og endurbótum á húsnæði. 

Útihúsin á baklóðinni við Vestmannabraut 69 eru sameinuð og eru það Arnór og Davíð sonur hans sem lögðu nótt við dag að byggja og aðlaga þessi hús að nýju hlutverki.   Á meðan fékk nýja fyrirtækið aðstöðu fyrir veisluþjónustuna hjá Hvítasunnukirkjunni  í gamla eldhúsinu hans Óla Ísfeld.   Næstu fjóra mánuðina er Arnór til skiptis með smíðasvuntuna og bakarasvuntuna.  Í júlí '96 er starfsemin flutt á Vestmannabrautina, þar tóku við miklir vaxtatímar og brátt var ljóst að starfsemina var í alltof litlu húsnæði og er það í júlí '98 sem starfsemin er fluttt í eigið húsnæði að Hólaagötu 28 þar sem fyritækið er starfrækt  þar enn í dag.

Starfsmannafjöldi fyrirtækisins í dag?
Í dag eru 19 manns á launaskrá. 
 
Nú hafið þið sótt um lóð á Vestmannabrautinni og ætlið ykkur að byggja þar, hvernig er staðan á þeim málum?

Í dag halda allir að sér höndum í stórum framkvæmdum sem kalla á mikla fjármögnun.  En við vinnum bara aðra undirbúningsvinnu á meðan og lítum á þennan tíma sem tækifæri,  tíminn vinnur með okkur ef við notum hann rétt.

Hvernig hafið þið hugsað ykkur að byggja upp á Vestmannabrautinni, verður þetta eingöngu bakarí eða kaffihús?
Þarna verður öll starfsemin,  öll framleiðslan, verslunin, veisluþjónustan og loksins kaffihúsið sem hefur verið okkar langþráði draumur.
 
Af hverju rekstur í Vestmannaeyjum?
Það er sagt að hamingjan sé ekki áfangastaðurinn heldur leiðin þangað,  að lifa og búa í Vestmannaeyjum eru forréttindi sem fleiri mættu upplifa.  Að reka fyrirtæki í Eyjum er hluti af þeirri gæfusmíði sem við höfum valið okkur,  velvildin sem við mætum hér bæði í leik og starfi er ómetanleg og ekki metin á vogaskálum framlegðar og hagkvæmni.   Því er fyrirtækjarekstur í Vestmannaeyjum góður kostur.
 
Er það eitthvað sem mætti bæta hjá sveitafélaginu gagnvart fyrirtækjum í Vestmannaeyjum?
Sorpeyðingagjöldin eru óeðlilega há. Þetta er mikill kostnaður hjá fyrirtækjum hér í Eyjum.
Tel brýnt að bæjaryfirvöld skoði þetta mál strax.

Sjáið þið fyrir ykkur einhverja útrás á fastalandið með ykkar vörur?
Nei.  Við viljum einbeita okkur að því sem við erum að gera best, að reka fyrirtækið okkar hér í Vestmannaeyjum.

Hvar liggja ykkar helstu sóknarfæri á næstunni?
 Að staðna ekki.   Hafa skýra stefnu og raunsæ markmið.
               
Eitthvað að lokum?
Vestmannaeyingar eru góðir viðskiptavinir,  í þessi 12 ár sem við höfum rekið okkar bakarí og veisluþjónustu þá höfum við fengið að þjóna þeim við flest tilefni og viðburði lífs þeirra.
Samfélagið í Vestmannaeyjum elur og annast sína og er það mikið öryggi að búa meðal slíkra.
Við þökkum fyrir frábærar móttökur og hlökkumt til að halda áfram að þjóna Vestmannaeyingum um ókomin ár.  

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.