Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingu fjölnota íþróttahús

8.Apríl'08 | 13:14

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsir bærinn eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi. Fyrsta skóflustungan af húsinu var tekin í lok síðasta sumars á síðasta heimaleik ÍBV en gert er ráð fyrir að jarðvinnu verði lokið eigi síðar en 25.júlí 2008.

uglýsing á vestmannaeyjar.is er eftirfarandi:

JARÐVINNA VEGNA FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚSS Í VESTMANNAEYJUM
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi í Vestmannaeyjum.
Helstu magntölur eru:
Skering laust efni  5.000m³
Skering fast efni 22.000m³
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 25. júlí 2008. Útboðsgögn verða afhent á tölvutæku formi hjá Umhverfis-og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar Tangagötu 1. frá og með föstdeginum 11. april 2008.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 29 apríl 2008 og verða tilboð opnuð þar kl. 14:15 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska

Umhverfis-og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.