Ég hlusta á konuna mína, annars verð ég skammaður

8.Apríl'08 | 09:27

Þorsteinn Hallgrímsson

Flestir golfáhugamenn kannast við Eyjamanninn Þorstein Hallgrímsson en hann hefur unnið til fjölmargra titla á ferlinum. Hann hefur oftar en ekki komið að lýsingum frá stórmótunum í golfi og heillað áhorfendur með glettni og fróðleiksmolum. Þorsteinn býr Mosfellsbæ ásamt Ingu konunni sinni og börnunum sínum Kristínu Maríu og Val.

En hvað ætli Þorsteinn sé að brasa við þessa daganna?
„Þessa dagana snýst tíminn mikið um  Hole In One golfverslunina sem ég á ásamt Vigni og Jóa, þar er ég mikið í að custom fitta sett fyrir kylfinga þar sem kylfingar velja sér haus frá Snake Eyes sem þeim líkar og síðan er skaft fundið út frá styrk, sveifluhraða og fleiru," sagði Þorsteinn.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?
„Það var árið 1978, ég reikna með að það hafi verið vegna þess að pabbi spilaði golf."

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?
„Handbolta, fótbolta, borðtennis, snóker og skák."

Helstu afrek í golfinu?
„Norðurlandameistari landsliða 1992, Íslandsmeistari í höggleik 1993, Íslandsmeistari í holukeppni 1997 og einnig Íslandsmeistaratitlar unglinga og sveitakeppni."

Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?
„Það var að horfa á einn félaga Kongó félagsins missa í buxurnar golflega og líkamlega síðasta vor á spáni."

STAÐREYNDIR:
Nafn:
Þorsteinn Hallgrímsson
Klúbbur: GV
Forgjöf:  1,4
Golfpokinn: MD poki, Snake Eyes 675B járn, MD wedgar, Tour Edge Driver, Tour Edge 3  tré og Wilson pútter sem ég hef notað frá 1986
Golfskór: Hi Tech
Golfhanski: MDGolf
Markmið í golfinu: Þetta árið er markmiðið að spila meira en undanfarin ár
Fyrirmynd:  Hafði alltaf mikið álit á Bernhard Langer en seinni ár Ernie Els
Uppáhalds matur:  Lítið steikt nautasteik
Uppáhalds drykkur: Einn kaldur hefur vinninginn
Ég hlusta á: Konuna mína annars verð ég skammaður
Besti völlurinn: Völlurinn í eyjum er alltaf í uppáhaldi
Besta skor (hvar):  Ætli að það sé ekki 68 högg í landsmóti í Grafarholti í kringum 2000, annars 64 högg með Erni Ævari á Norðurlandamótinu í eyjum í foursome sem var gríðarlega gott.
Besta vefsíðan:  www.holeinone.is.
Besta blaðið: Todays Golfer
Besta bókin:  Ben Hogan: The Modern Fundamentals of Golf
Besta bíómyndin: Holy Grail með Monty Python

Birt með leyfi vefsíðunnar www.kylfingur.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.