Bakkafjöruhöfn, Bakkafjöruvegur og grjótnám á Seljalandsheiði

8.Apríl'08 | 05:54

Bakkaferja Samgöngur

Nýverið var lokið við gerð frummatsskýrslu vegna Bakkafjöruhafnar og tengdra framkvæmda og hefur almenningur frest til að skila athugasemdum við skýrsluna til 7.maí næstkomandi.

Þær framkvæmdir sem fjallað eru um í skýrslunni eru bygging ferjuhafnar í Landeyjarsandi, gerð vegtengingar við hringvegi að Bakkafjöruhöfn og grjótnám á Seljalandsheiði. Framkvæmdaraðilar verða Siglingastofnun og Vegagerðin

Fjallað er um þrjá valkosti vegtengingar, nýjan 11,8 km. langan veg á vesturbakka Markarfljóts, s.k. Bakkafjöruveg og tvær útgáfur 5 km. nýrrar vegtengingar frá núverandi vegi að Bakkaflugvelli að höfninni. Vegagerðin mælir með Bakkafjöruvegi umfram aðrar leiðir og ræður umferðaröryggi þar mestu um.
Ný ferja sem siglir á milli Bakkafjöruhafnar og Vestmannaeyja styttir ferðatíma á sjó verulega auk þess sem ferðatíðni milli lands og Eyja eykst úr tveimur ferðum á dag í þrjár til sex ferðir á dag. Framkvæmdirnar eru taldar hafa talsverð jákvæð áhrif á samfélag og samgöngur, einkum fyrir Vestmannaeyjar. Þeir umhverfisþættir sem verða fyrir mestum neikvæðum áhrifum eru fuglalíf og landslag.

Frummatsskýrslan mun liggja frammi til kynningar frá 26. mars til 7. maí 2008 á skrifstofum sveitarfélaganna Rangárþings eystra og Vestmannaeyjabæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frestur almennings til að skila athugasemdum við skýrsluna er til 7. maí 2008. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega til Skipulagsstofnunar með bréfi, símbréfi eða tölvupósti.

Skýrsluna í heild má lesa hér og styttri samantekt hér

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.