Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina

7.Apríl'08 | 16:52

Lögreglan,

Að vanda hafði lögreglan í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og um helgina.  Var eitthvað um slagsmál en engar kærur liggja fyrir.  Þá hélt lögreglan áfram umferðarátaki sem staðið hefur um allt land undanfarnar vikur og voru um 140 bifreiðar stöðvaðar.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina en um er að ræða rúðubrot í verslun Axel Ó þar sem bjórflösku var hent í rúðuna þannig að ytra birgði hennar brotnaði. Grunur leikur á hver þarna er að verki og er málið í rannsókn.

Þann 2. apríl sl.var lögreglu tilkynnt um vinnuslys um borð í Glófaxa VE en slysið átti sér stað þann 1. apríl sl.  Þarna hafði einn skipverjanna runnið í bleytu með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði þegar hann setti aðra höndina fyrir sig.

Tveir brunar voru tilkynntir til lögreglu í vikunni sem leið.  Var í öðru tilvikinu um að ræða lausan eld um borð í Blíðu VE þar sem skipið lá við bryggju í smábátahöfninni.  Kveiknað hafði í út frá kabyssu.  Nokkrar skemmdir urðu af völdum sóts.   Í hinu tilvikinu var um að ræða bruna í Sorpu út frá glussatjökkum en glussi mun hafa lekið frá tjökkunum og síðan eldur komist í glussann. Ekki var um mikið tjón að ræða.

Átta ökumenn fengu sekt vegna brota á umferðarlögum og var í 7 tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækis.  Í einu tilviki var um að ræða kæru þar sem ökumaður hafði ekki ökuréttindi í lagi.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða árekstur á bifreiðastæðinu við Krónuna ( við Lyfju )  en sá sem olli tjóninu ók í burtu án þess að tilkynna um það.  Lögreglan óskar því eftir því að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna gæti hafa veirð að verki hafi samband við lögreglu.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.