Moldríkt bæjarfélag...og ég bý þar

4.Apríl'08 | 12:28

Gísli Foster

Djö... hvað mér brá í gær þegar ég sá að Vestmannaeyjabær var að auglýsa eftir að kaupa stofnfjárbréf í Sparisjóði Vestmannaeyja. Hér hefur ekki verið hægt að ganga til neinna framkvæmda, varala lyfta skrúfjárni í langan langan tíma vegna þess að það er verið að spara og reyna að fara vel með fé, og rétta af bæjarskútuna.

Svo þykist bærinn ætla að fara að skipta sér að þessu og leggja kannski fram sem nemur eitthundrað milljónum í að kaupa svona stofnfé, eru menn ekki alveg í lagi? Hvað er bærinn að skipta sér að þessu? Er ekki betur farið með skattpeninga borgaranna í að gera eitthvað fyrir þegna byggðarlagsins en að fara í svona bisness - hef ekki talið það hlutverk stjórnenda bæjarins - Hafa menn heimild til þess að vera að leika sér svona með peninga bæjarfélagsins? 

Við hjá Vest­mannaeyjabæ teljum að Spari­sjóður Vestmannaeyja hafi haft mikilvægt hlutverk og við viljum styðja stofnfjáreigendur í að svo verði áfram, "´Segir bæjarstjórinn á vef Frétta í gær Ég veit ekki betur en að t.d. Vinnslustöðin hafi haft mikilvægt hlutverk í bæjarfélaginu, og sennilega mikilvægara en Sparisjóðurinn en ekki sá ég Vestmannaeyjabæ hlaupa upp til handa og fóta auglýsa eftir að kaupa bréf í VSV þegar menn þar börðust fyrir því að halda félaginu í bænum! - missti ég kannski af öllu plottinu.

„Það eru spennandi tímar fram­undan hjá Sparisjóðnum og nýtt og öflugt fólk að bætast í hóp stofnfjáreigenda. Flest bendir til að Vestmannaeyjabær kjósi ekki fulltrúa í stjórn sjóðsins eftir 2009 og í ljósi samfélagslegs mikilvægis Sparisjóðsins teljum við rétt að kanna forsendur eignar­aðildar. " segir hann einnig.
Það skulum við öll vona að það séu spennandi tímar framundan hjá Sparisjóðnum, sem verði til eflingar á byggðarlaginu - megum nú ekki við miklum skakkaföllum í viðbót  í þessu bæjarfélagi. Ég vona svo sannarlega að það sé nýtt og öflugt fólk að bætast í hóp stofnfjáreigenda sjóðsins. Í ljósi samfélgagslegs mikilvægis Sparisjóðsins segir hann - ég veit ekki hvernig aðrir sjá þetta en ég tel nú að í þessu samfélagi sé hvert og eitt fyrirtæki mikilvægur hlekkur í keðjunni - bærinn er kannski að fara að spá í að koma að þeim flestum? 
Nei förum ekki að blanda bænum í rekstur þessara fyrirtækja leyfum þeim reyna að blómstra sjálfum, Notum peninga bæjarins í að styrkja innviði samfélagsins, ekki veitir af, við það styrkist allur pakkinn.

Svo gæti nú líka verið að Vestmannaeyjabær sé bara á vissan hátt að láta vita að þeir séu að fylgjast með og hafi stækkunargleið á púlsi málefna sjóðsins.

Sparisjóðurinn
Málefni Sparisjóðsins og verslun með stofnfjárbréfin þar  eru svo sér kapitúli útaf fyrir sig sem er að verða einskonar farsi sem glymur á hverju götuhorni, oftast nær sýður á fólki. Þar er fólk sem í gegnum póltík, væntanlega forustu viðkomandi flokks þóknanlegt, og vensla tengt, hefur komið sér saman um að hafa bréfin hjá sér og þetta fólk breytti svo reglum eignarhaldssjóðsins þegar þau sjá glufu í að ná sér í aukakrónur fyrir bréf sem þetta fólk hefur nánast fengið gefins, held að þetta sé af sumum kallað hræsni!  Athyglisvert er að sjá hvernig mikið af þessu hefur raðast á flokksgæðinga í öllum flokkum. Afhverju veit ég ekki, varla er þetta umbun fyrir góðan rekstur á byggðarlaginu því við rétt náðum okkur fyrir horn með því að selja, eða láta frá okkur,  allt sem okkur þotti kært. En nú skal þessu fólki rétt hjálparhönd. Verði því að góðu og megi það njóta - Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála og sjá hvernig menn spila út næstu spilum !

"Víst er fagur Vestmannaeyjabær"

http://fosterinn.blog.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.