Vestmannaeyjabær óskar eftir því að kaupa 5% stofnfé í Sparisjóði Vestmannaeyja

3.Apríl'08 | 09:16

Sparisjóðurinn

Í blaðinu Fréttum í dag er auglýsing frá Vestmannaeyjabæ þar sem bærinn auglýsir sig reiðubúinn að kaupa 5% stofnfé í Sparisjóði Vestmannaeyja. Á síðasta ári samþykktu stofnfjárhafar aukningu á stofnfé sjóðsins og í framhaldi að hver stofnfjárhafi mætti eiga að hámarki 5% í sjóðnum.

Síðustu vikurnar hafa einhverjir stofnfjárhafar selt sín bréf og því má búast við einhverjum breytingum þegar nýir stofnfjárhafar mæta á aðalfund Sparisjóðsins  en fyrir breytinguna voru stofnfjárhafar  70 og máttu þeir eiga að hámarki 1.4% í Sparisjóðnum

Í bókun bæjarráðs frá því í október segir m.a. að bæjarráð líti á það sem skyldu Vestmannaeyjabæjar að gæta hagsmuna samfélagsins í þessari umræðu.

Í bókuninni segir jafnframt að bæjarráð styðji stjórn Sparisjóðsins og stofnfjáreigendur í því að einskis verði látið ófreistað við að tryggja sem best framtíðarstöðu samfélagsins í Vestmannaeyjum, Sparisjóðs Vestmannaeyja, viðskiptamanna sjóðsins og þeirra gríðarlegu hagsmuna sem felast í öflugum samfélagssjóði.

Með þetta í huga var bæjarstjóra falið að falast eftir kaupum á 5% hlut í stofnfé sjóðsins.
 

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.