Ég sé mikla möguleika á stækkun fyrirtækisins, ég er bara rétt að byrja

3.Apríl'08 | 07:21

xprent

Í dag byrjum við með nýjan vikulegan lið á eyjar.net en það er liðurinn Fyrirtæki vikunnar. Við ætlum að fjalla vikulega um eitt af fyrirtækjum eyjanna og segja frá starfsemi þess og framtíðarplönum. Fyrsta fyrirtækið sem við fjöllum um er Xprent en fyrirtækið hóf nýverið starfsemi í Vestmannaeyjum. Við sendum Ragnari hjá Xprent nokkrar spurningar og birtum svör hans hér að neðan.

Við viljum minna á fyrirtækjaskrá eyjar.net, með því að skrá fyrirtæki inn í fyrirtækjaskránna er verið að styrkja um leið uppbyggingu körfuboltans í Vestmannaeyjum.

Nú er Xprent nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, á hvaða sviði starfar Xprent?
Xprent er stafræn prentstofa. Við erum með stafræna ljósritunarvél sem prentar í mjög góðum gæðum, bæði myndir gröf og fleira. Við getum gert bæklinga, ritgerðir, skýrslur, dreifimiða, boðskort og eiginlega hvað sem er í litlu upplagi. Við getum bæði skannað efni og ljósritað eða tekið við efni á tölvutæku formi til útprentunar. Við getum síðan gormað, bundið inn, heftað eða gatað verkefnin allt eftir þvi hvað viðskiptavinurinn vill. 

Við tökum að okkur hönnun á verkefnum og getum útvegað góð tilboð í stærri prentverkefni og séð um það að öllu leyti.

Við erum með stóran prentara sem prenta á 1 meters breiðan pappír, striga eða fána. Hann gefur mikla möguleika í allsskonar útprentun. Risaplaköt til kynningar á hverju sem er, eða til skreytinga við ýmis tækifæri. Myndir prentaðar á striga eru alltaf glæsilegar. Síðan getum við prentað fána fyrir ýmsar stofnanir, fyrirtæki og íþróttafélög.

Við erum einnig með mjög fullkominn ljósmyndaprentara sem prentar ljósmyndir í fullkomnum gæðum í flestum stærðum. 10x15 cm. A4, A3 o.fl.

Einnig tökum við að okkur skönnun á myndum t.d. gömlum myndum, lögum þær og prentum  út, einnig skönnum við filmur bæði negatívar og pósitívar (slides) setjum þær á diska eða prentum þær út.
 
Hverjir eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins?
Helstu viðskiptvinir fyrirtækisins hafa verið einstaklingar og fyrirtæki hérna í bænum. Ég hef líka fengið nokkrar fyrirspurnir frá fyrirtækjum á suðurland. Ef ég á að nefna einhver dæmi þá get ég nefnt: Heimaey, umboðsmaður Heimsferða, Dans á rósum, bæjarsjóður, Sjálfstæðisflokkurinn o.fl.
 
Hvaða vaxtarmöguleika sérðu fyrir þér hjá fyrirtækinu á næstunni?
Ég sé mikla möguleika á stækkun fyrirtækisins, ég er bara rétt að byrja og þarf að kynna það sem ég get gert hérna. Því möguleikarnir eru miklir og ég hef mikla reynslu í prentiðnaði búin að starfa alla mína tíð  í þessu. Nú er sumarið handan við hornið og ferðabransinn þarf t.d. að fara að kynna hvað hann hefur uppá að bjóða og ég get verið þar innan handar með allskonar bæklinga og plaköt.
 
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til eyja og hefja rekstur á fyrirtækinu þar?
Ég kynntist konu frá eyjum fyrir nokkrum árum og ég hef verið tíður gestur hérna í eyjum undanfarin ár komið um helgar og í fríum. Síðan síðastliðið sumar var mér sagt upp í því starfi sem ég var í og þá var ákveðið að ég myndi flytja til eyja og athuga hvort ég fengi eitthvað að gera, en það var ekki um aðugan garð að grysja þá og mér datt þá þessi hugmynd í hug að stofna bara fyrirtæki, helst nátturulega í einhverju sem ég hafði þekkingu á og fór að kanna markaðinn og sá að það var ekki nein ljósritunarstofa hérna og ákvað að kanna málið. Og það varð úr að ég fór af stað.
 
Hvernig hafa viðtökur eyjamanna verið frá því að þú opnaðir?
Viðtökurnar hafa bara verið ágætar, það eru nú ekki mikil læti í verkefnum, en það var eitthvað sem við bjuggumst við svona fyrstu mánuðina en þetta er allt að koma. Viðtökur eyjamanna sjálfra hafa verið mjög jákvæðar, menn ánægðir með að það er komið nýtt fyrirtæki í bæinn. 
 
Nú fékkstu styrk frá Vaxtarsamningi Vestmannaeyja og Suðurlands, hjálpaði það þér mikið í upphafi?
Já hann gerði það. Þessi styrkur frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands kom mér af stað og ég fékk mikla aðstoð frá skrifstofu AÞS í undibúningi þess að stofna þetta fyrirtæki. Ég hefð örugglega ekki farið af stað með þetta ef ég hefði ekki fengið þessa aðstoð.

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.