Ódýrara bensín í Skýlinu í dag

2.Apríl'08 | 11:13

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

N1 hefur ákveðið að gefa viðskiptavinum sínum 25 krónu afslátt af bensínverði í dag og er nú þegar mikil röð við sölustað N1 í Vestmannaeyjum í Friðarhöfn.

Í fréttatilkynningu N1 segir m.a.

Á einu ári hefur heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um tæplega 40% og á díselolíu um rúmlega 60%. Á sama tíma hefur gengi USD hækkað um 15%. Þetta til samans hefur leitt til þess að eldsneytisverð er nú það hæsta sem sést hefur á Íslandi.
Við hjá N1 viljum sýna stuðning okkar við heimili landsins í verki. Því höfum við ákveðið að lækka verð á öllu eldsneyti um 25 krónur í dag. Afslátturinn miðast við þjónustuverð hjá N1.
Önnur tilboð og afslættir gilda ekki á þessum tíma. Sama verð á eldsneyti verður í dag á öllum þjónustustöðvum N1 og EGO frá kl. 07:00 til kl. 19:00, miðvikudaginn 2. apríl - eða á meðan birgðir endast.
Það er fyrirtækinu N1 ekki til hagsbóta, eða til að auðvelda sölu- og markaðsstarf þess, að innkaup frá erlendum birgjum í þeim vöruflokki sem mestu máli skiptir í rekstri félagsins, hækki nær stöðugt og að ójafnvægi sé á gengi íslensku krónunnar. 
N1 deilir því áhyggjum almennings, atvinnubílstjóra og atvinnulífs á háu eldsneytisverði og hárri gengisvísitölu íslensku krónunnar.
Við höldum áfram og kynnum á næstu dögum ýmsar leiðir til að lækka bílaútgjöld heimilisins.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.