Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham staddir í Vestmannaeyjum

1.Apríl'08 | 11:58

Frikki Friðrik

Eyja peyjinn Friðrik Stefánsson, Brenton Birmingham og risinn Egill Jónasson (2.17cm á hæð) leikmenn Njarðvíkur í körfubolta eru staddir í Vestmannaeyjum en þeir komu með Bakkaflugi í morgun. Njarðvíkingar eru nefnilega úr leik í Úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar en í gær töpuðu þeir fyrir Snæfell á útivelli og alls 0-2 í viðureigninni.

Ákváðu kapparnir fyrst þeir eru komnir snemma í frí að skella sér á heimaslóðir Frikka í afslöppun eftir erfitt tímabil og í samráði við Bjössa þjálfara og Baldvin gjaldkera ætla þessir kappar að sýna eyjamönnum listir sýnar í dag uppí íþróttahúsinu á milli 15:00 - 16:00. Ætla þessir öðlingar að sýna okkur eyjamönnum hvernig á að troða knettinum almennilega í körfuna og mun Brenton einnig fara yfir boltatækni og 3ja stiga skot.

Skorum á alla til að mæta og vonandi að sem flestir sjái sér fært að koma en þarna eru á ferð nokkrir af okkar allra bestu leikmönnum landsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.