Á landleið með kjaftfullan bát

1.Apríl'08 | 07:44

Tobbi

Við erum þá búnir að fylla skipið og erum lagðir af stað heim. Við kláruðum frystinguna í gærkvöldi en tókum svo eitt hal til viðbótar til að fylla á vinnslutankana. Við erum sem sagt með alveg kjaftfullt skip. Aflinn um borð er þá 750 tonn af frosnu og 1250 tonn sem fara í bræðslu.

  Við lögðum af stað áleiðis til Vestmannaeyja um hádegið í dag en þetta síðasta hal dróst aðeins á langinn. Það var búið að vera mokveiði alveg fram að síðasta hali en okkur vantaði einungis um 130 tonn. En þau komu fyrir rest og fylltust allar lestar.

  Við erum búnir að vera að þrífa skipið undanfarinn sólarhring eða alveg frá því að vinnslu lauk í gærkvöldi. Við lögðum áherslu á að þrífa utandekks í dag því hann er að spá leiðindar veðri á morgun og verður ekkert veður til þrifa utan til þá. Vinnslan er reyndar nokkuð langt komin en við byrjuðum á henni í gærkvöldi. Menn hér eru búnir að þrífa þetta svo oft að þetta er komið í vana og ganga allir í þetta heilshugar. Það er mikið svæði sem þarf að sápa og spúla og einnig eru öll færibönd tekin af. En þrifin ættu að klárast um hádegisbil á morgun.

  Þessi túr hefur gengið alveg þokkalega þrátt fyrir fiskileysi í upphafi. En það fóru tveir sólarhringar í leit þá. En það fannst kolmunni, ekki í miklu magni en veiðin glæddist í restina og vorum við mikið að hífa 250-300 tonn sem er ágætis skammtur, sérstaklega ef að þungur sjór er. Sjólag á þessum slóðum einkennist svoldið af þessu einmitt, þungum sjó. Það er kannski blíðu veður en miklir sjóir og djúpir dalir í öldunni. Þetta getur verið bagalegt á vinnsluskipi því starfsmenn í brú er oft duglegir á stýrinu og við það getur báturinn tekið dýfur í sitt hvort borðið. Annars fengum við ágætis veður þennan túrinn og ekki mikið um brælur.

  Við verðum í Eyjum sennilegast á miðvikudagsmorguninn en ef að skipið gengur 11-12 sml. allan tíman þá verðum við fyrr. En eins og fyrr segir þá kemur vont veður á okkur á morgun sem á líklega eftir að hægja á okkur enda með þungt skip.

www.123.is/tobbivilla

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.