Karl Gauti sækir um embætti sýslumannsins í Kópavogi
29.Mars'08 | 07:55Í listanum yfir umsækjendur má m.a. finna nafn Karls Gauta Hjaltasonar sýslumanns í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum 1998 þegar Georg Lárusson lét af störfum.
Karl Gauti var fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslum. í Gullbringusýslu 1989-1990 og starfaði um skeið hjá ríkisskattanefnd. Karl Gauti var settur sýslumaður á Hólmavík um skeið sumarið 1996. Hann var fulltrúi sýslum. í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi, síðar sýslumannsins á Selfossi 1990-1998 þar til hann var skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum árið 1998. Karl Gauti starfaði sem formaður yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi frá 1998 síðan í hinu nýja Suðurkjördæmi frá 2003. - www.heimaslod.is

Liðakeppnin í snóker
20.Apríl'18Um helgina er liðakeppni í snóker haldin hér í Eyjum. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

ÚV á FM 104
15.Febrúar'18Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
24.Desember'17Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.