Hermann og Ásgeir í val um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands

28.Mars'08 | 09:54

Ásgeir Sigurvinsson

Sjónvarpstöðin Sýn stendur fyrir vali á besta 10 bestu knattspyrnumönnum Íslands frá 1946 -2008 og mun í framhaldi framleiða sérstaka sjónvarpsþætti um þá sem valdir verða. Sjó manna dómnefnd hefur valið 20 leikmenn sem velja lesendur visir.is 10 leikmann af þeim lista.
Hermann og Ásgeir eru í hópi þessara 20 bestu knattspyrnumanna og kemur það fáum á óvart enda hafa þeir báðir átt frábærum ferlum að fagna. 

í umsögn dómnefndar um Hermann stendur m.a.:
Varð Íslandsmeistari með ÍBV árið 1997 en fór reyndar til Crystal Palace áður en tímabilið var liðið. Var þá þegar byrjaður að leika með landsliðinu sem hann leikur enn með í dag og er hann varafyrirliði þess. Síðan þá hefur Hermann leikið á Englandi í öllum fjórum efstu deildum þar í landi með sex mismunandi liðum. Liðunum hans hefur gengið misvel en ávallt hefur verið mikil eftirspurn eftir kröftum Hermanns sem er til marks um hversu mikils metinn hann er. Hann hefur verið máttarstólpi í vörn íslenska landsliðsins undanfarinn áratug.

í umsögn dómnefndar um Ásgeir stendur m.a.:
Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. Varð þýskur meistari árið 1984, kjörinn besti leikmaður deildarinnar það árið og varð í 13. sæti í kjöri World Soccer um besta knattspyrnumann heimsins það árið. Átti glæstan landsliðsferil og er enn í dag minnst sem eins besta leikmanns Stuttgart frá upphafi.

Hægt er að kjósa 10 bestu knattspyrnumenn Íslands hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%