Bakkafjara, hugsanlega kafli nr 666 ( skyldi einhver vera búinn að fá nóg ?)

28.Mars'08 | 06:48

Georg Arnarson

Mig langar að byrja þennan kafla á því að taka undir orð Magnúsar Kristinssonar í Fréttum, útgefið í Vestmannaeyjum, í dag og í raun og veru var eins og ég hefði skrifað þetta sjálfur. Þessi skoðun Magnúsar kemur mér reyndar ekki á óvart, vegna þess að ég tel að mikill meirihluti Vestmannaeyinga séu á þessari skoðun, eða eins og ég hef svo oft orðað það: Stærri, gangmeiri Herjólf strax.

Það hefur vakið athygli margra, hversu hart sjálfstæðismenn sækja það að fá þessa Bakkafjöru og á köflum hafa væntingar sumra þeirra minnt mig á annað mál, sem tengdist eyjum fyrir nokkrum árum síðan, eða þegar Keiko kom til eyja og hitti ég m.a. einn þáverandi bæjarstjórnarmann, sem lýsti því yfir að nú yrðum við öll rík. Eitthvað varð nú lítið um ríkidæmið vegna Keikos, en í minningunni má þó segja það, að nokkrir eyjamenn fengu þó vinnu við þetta, hingað kom töluvert af erlendu fólki sem vann við þetta og ég kynntist lítillega og kunni ágætlega við, en fyrst og fremst, þá minnist ég Keiko, fyrst og fremst fyrir nokkrar ánægjulegar stundir fyrir framan sjónvarpið, horfandi á Spaugstofumenn sem fengu mikið efni út úr Keiko. Kannski er þetta ekki alveg sambærilegt og Bakkafjara, en mér finnst eins og væntingar sumra séu á þann veginn, að með Bakkafjöru verðum við öll rík.

Í fyrradag lenti ég á spjalli við eldri mann hér í bæ, sem ég er búinn að þekkja meirihlutann af minni ævi og hef mikið álit á og m.a. rætt nokkrum sinnum við um Bakkafjöru, sá hafði þetta að segja núna:" Af hverju viltu hætta við Bakkafjöru?" og ég svaraði:"Ég hef aldrei verið, eins og þú veist, sérstaklega hlynntur Bakkafjöru, en ég tel að þar sem líkurnar á því, að ef þetta gangi upp, þá muni rísa höfn sem hugsanlega keppir við höfnina hér í eyjum og tel ég að þar með sé endanlega, að mínu mati, staðfest að þetta sé lang versti kosturinn fyrir okkur eyjamenn í samgöngumálum okkar." Spurði ég hann, hversvegna hann væri að skamma mig fyrir að vilja hætta við Bakkafjöru og fékk það svar, að ég ætti að vita það, eins og hann, að íhaldsmenn hefðu ákveðið þetta fyrir mörgum árum síðan. Ég sagði honum það, að vissulega hefði ég heyrt þessa kjaftasögu oft og mörgum sinnum, en ég hefði ákveðið að leyfa mér það, að efast um að hún væri sönn, vegna þess einfaldlega að ég trúi því ekki, að menn séu svo vitlausir að ákveða svona mikilvæga hluti löngu áður en rannsóknum var lokið.

Tvö atriði tengd Bakkafjöru vöktu athygli mína s.l. hálfan mánuð, í fyrsta lagi, gríðarlegt landbrot vegna sjógangs í Vík í Mýrdal, þar sem, eftir því sem heimamenn segja, sjórinn hefur brotið sér um 350 m í áttina að þorpinu á aðeins liðlega 30 árum. Einnig vakti athygli mína ferð manna á mótorhjólum í fjörunni hér á móti, þar sem einn þeirra varð fyrir því að hjólið drap á sér í fjöruborðinu og neyddist maðurinn til að sleppa hjólinu til að bjarga sjálfum sér úr briminu, en brimið var svo mikið að mótorhjólið tók út, og sést að öllum líkindum aldrei meir. Það er ekkert nýtt, að fólk sem er ekki vant því að eiga við náttúruöflin, vanmeti náttúruna. Þetta hljómar svolítið eins og:" Eigum við að skreppa upp í Vík í Mýrdal og fá okkur ís." Meira seinna .

http://georg.blog.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.