Flestum tilfellum þegar maður dreymir drauma þá er maður staddur í Eyjum

27.Mars'08 | 05:34

Sigmar Simmi

Við höldum áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum og í dag birtum við svör Sigmars Þór Sveinbjörnssonar. Sigmar er í dag starfandi hjá Siglingastofnun en á árum áður var hann í fjölmörg ár stýrimaður á Herjólfi. Sigmar heldur úti skemmtilegri bloggsíðu á netinu og birtast þar reglulega skemmtilegar sögur og myndir frá eyjum.
Við sendum nokkrar spurningar á Sigmar til að fræðast meira um hann og stöðu hans í dag.

Nafn: 
Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Fjölskylduhagir:
Giftur Kolbrúnu Ósk Óskarsdóttir frá Hvassafelli í Vestmannaeyjum við eigum þrjú börn Gísla, Óskar Friðrik og Hörpu  og fimm barnabörn   

Atvinna og menntun:
Skipaskoðunarmaður og eftirlitsmaður með skoðunarstofum sem skoða Gúmmíbjörgunarbáta, Losunar- og sjósetningarbúnaði, slökkvitæki og reykköfunartæki og gegni ýmsum öðrum störfum fyrir Siglingastofnun Íslands.
 Skyldunám í Gagnfræðaskóla, vélskóli námskeið Fiskifélags Íslands sem gefur í dag réttindi á 750 kw vélar.  Stýrimannaskóla II. Stig og mörg námskeið í ýmsum fræðum tengdum skipaskoðun og fl.   

Búseta: 
Bý nú í Kópavogi að Heiðarhjalla 15 sem er í Suður hlíðum Kópavogs frá bær staður, það er gott að búa í Kópavogi.      

Ferðu oft til Eyja í dag?
Já nokkrum sinnum á ári bæði til að heimsækja ættingja og vini og vegna vinnu minnar fyrir Siglingastofnun Íslands.

Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Já allir sem hafa alist upp í Vestmannaeyjum mótast af veru sinni þar, þar er einstakt umhverfi og mannlíf sem maður tengist einhverjum ótrúlega sterkum böndum. Sem dæmi að í flestum tilfellum þegar maður dreymir drauma þá er maður staddur í Eyjum. Sem sagt í draumi og vöku er hugurinn oftast í Vestmannaeyjum, enda er ég fæddur þar og bjó og vann þar í 52 ár.

Tenging við eyjarnar í dag:
Þar á ég mörg náin skyldmenni  og marga góða vini.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ? 
Já það geri ég bæði með því að lesa eyjablöðin, fylgist einnig svolítið með  á netinu og svo er ég í símasambandi við vini mína og vandamenn.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag? 
Ég hef á tilfinningunni að hún fari batnandi með fleiri nýjum og fullkomnari skipum.

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Kannski er ég gamaldags, en ég hef þá trú að hún liggi fyrst og fremst í fullvinnslu sjávarafurða og því tengdu. Auðvitað er margt annað hægt að gera eins og reynslan hefur kennt okkur.

         
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Ef ungt fólk fær tækifæri til að gera það sem það langar til og er ekki stoppað af þeim sem ráða yfir peningastofnunum og stóru fyrirtækjunum eins og því miður hefur verið reyndin síðustu árin, þá er framtíðin björt.

Nú er hefur Bakkafjara verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og þú sem fyrrverandi stýrimaður á Herjólfi til fjölda ára, hefurðu trú á þeirri framkvæmd?
Hvað Bakkafjöru varðar þá hef ég trú á að hún eigi eftir að bæta hag Vestmannaeyja og einnig byggðir á Suðurlandi, það er að segja ef gott skip verður fengið til að sigla þarna á milli, það er lykilatriði að mínum dómi.  Alla vega vona ég að Höfn á Bakkafjöru eigi eftir að verða lyftistöng fyrir Eyjar

Þú heldur úti skemmtilegri bloggsíðu þar sem þú ert oft með gamlar myndir úr eyjum og sögur þaðan, færðu mikil viðbrögð frá eyjum á bloggsíðunni þinni?
Þú nefnir bloggsíðuna mína Kjartan, já ég gruska svolítið í gömlum sögum og bókum um Vestmannaeyjar þar sem skrifað er um liðna tíð, ég fékk áhuga á þessu þegar ég var ritstjóri Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja og einhvern veginn festist maður í þessu, því þetta er svo skemmtileg tómstundariðja. Allir sem fylgjast með bloggsíðuni minni ættu að sjá að hugur minn er mjög mikið í Vestmannaeyjum eins og flestra sem þar hafa búið mestan hluta ævi sinnar í Eyjum en flytja í burtu á seinni hluta ævi sinnar.
Nú bloggið er upplagt til að aðrir sem áhuga hafa á þessum gamla tíma njóti þess sem maður er annars að skrifa fyrir skúffuna. Það kom mér virkilega mikið á óvart hvað Það eru ótrúlega margir sem heimsækja síðuna mína, þegar þetta er skrifað eru flettingar að nálgast 30 þúsund sem er með ólíkindum, en sýnir að fólk á öllum aldri hefur áhuga á því sem maður er að gera. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem heimsótt hafa síðuna mína og sérstaklega þeim sem skrifa í athugasemdir.

Eitthvað að lokum ? 
Óska Vestmannaeyingum alls hins besta og sendi vinum mínum og öllum vestmannaeyingum mínar bestu kveðjur.

Blobbsíða Sigmars er http://nafar.blog.is/blog/nafar/

 

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.