Eagles heiðurstónleikar í Höllinni Vestmannaeyjum.

27.Mars'08 | 15:28

2BC

Heiðurstónleikar verða haldnir í HÖLLINNI 30 APRÍL n.k. Tónleikar þessir eru til heiðurs hinni geysivinsælu hljómsveit Eagles, sem nýverið sendi frá sér fyrstu hljóðversplötu sína í 28 ár: Long road out of Eden.

Eagles, sem stofnuð var árið 1972 hefur sent frá sér urmul vinsælla laga í gegnum tíðina og má þar nefna til dæmis; Hotel California, Tequila Sunrise, Life In The Fastlane, Take It Easy, Desperado, Peaseful Easy Feeling og mörg fleiri. Nýjasta lag þeirra Fabulous hefur fengið fádæma viðtökur á síðustu vikum.

Eagles eiga marga aðdáendur hér á landi og nú hafa nokkrir þeirra tekið sig til undir forystu Eyjólfs Kristjánssonar tónlistarmanns og ákveðið svokallaða Tribute tónleika eða heiðurstónleika í HÖLLINNI 30 APRÍL n.k. Tónleikarnir hefjast kl.21.00.. Ekkert verður sparað í uppsetningu tónleikanna og er valinn maður í hverju rúmi, þannig að tónlist Eagles megi njóta sín sem best á hinu frábæra sviði Hallarinnar.

Söngvarar verða þeir, Friðrik Ómar, Sigurjón Brink, Davíð Smári og Eyjólfur Kristjánsson. Meðal hljóðfæraleikara verða þeir Jóhann Hjörleifsson á trommur, Friðrik Sturluson á bassa, Þórir Úlfarsson og Daði Birgisson á hljómborð, Börkur Hrafn Birgisson, Þráinn Baldvinsson og Sigurgeir Sigmundsson á gítara ásamt bakraddasveit og slagverksleikurum. Flutt verða mörg af vinsælustu lögum Eagles á tónleikunum og má búast við mikilli stemmningu í salnum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.