Í minningu meistara

26.Mars'08 | 06:47

Guðni

Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Guðni Agnar Hermansen hefði orðið áttræður föstudaginn 28. mars n.k.
Guðna má án alls efa telja meðal þeirra meistara myndlistarinnar sem Vestmannaeyjar hafa alið. Ásamt því að leggja rækt við myndlistina lék Guðni á saxófón og var einn af frumherjum jazzins í Vestmannaeyjum.
Á þessum tímamótum verður Guðna Hermansen minnst með myndarlegum hætti.

Opnuð verður vegleg yfirlitssýning á verkum Guðna í Akóges föstudaginn 18. apríl n.k. ásamt því að haldnir verða jazztónleikar síðar um kvöldið þar sem Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara leikur ásamt því að söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram. Þá verður gefið út myndarlegt smárit og opnuð heimasíða þar sem sjá má ljósmyndir af Guðna ásamt ýmsum upplýsingum um myndlistar- og tónlistarferil hans.

Þeir sem kunna að eiga málverk eftir Guðna Hermansen og hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru sérstaklega beðnir um að hafa sambandi við Skapta Örn Ólafsson í síma 899-2200 eða með því að senda tölvupóst á netfangið skaptiorn@gmail.com

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.